Fréttir frá 2009

10 27. 2009

Fjölbrautarskóli norðurlands vestra 30 ára

Um þessar mundir er Fjölbrautarskóli norðurlands vestra á Sauðárkrók 30 ára.

Í því tilefni heimsóttu rafiðnaðarmenn skólann og færðu rafiðnaðardeildinni forritanlegt hússtjórnarkerfi. Grunndeild rafiðna er rekinn í skólanum. Nú eru þar 20 nemendur, aðstaða er prýðileg, en starfsmenn skólans segja að niðurskurður hins opinbera til skólans bitni fyrst og þá um leið harðast á svigrúmi til tækjakaupa. Í tæknigrein eins og rafiðnaði þar þróun er hröð er grundvallaratriði að nemendur geti unnið við þann búnað sem í notkun rafiðnaðargeiranum. Rafiðnaðarsambandið hefur áður stutt skólann með tækjagjöfum og sagði skólastjóri við þetta tilefni að það væru mikil verðmæti í því fólginn að samtök rafiðnaðarmanna sýndu skólanum þessa velvild.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?