Fréttir frá 2009

10 6. 2009

Stjórnarkjör í lífeyrissjóði

Það er svo oft að umræðan einkennist af heift, dómhörku og vanþekkingu og eins að blaðamenn virðast svo oft gera lítið til þess að kynna sér sjónarmið annarra en þeirra sem hafa hæst.

Nú nálgast ársfundur ASÍ og þar á m.a. að fjalla um kjör stjórnarmanna í lífeyrissjóði. Einn hópur krefst þess að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóðanna og fjölmiðlar hafa m.a. verið með skoðanakannanir um málið.
 
Íslendingar hafa byggt upp eitt besta lífeyrissjóðakerfi í veröldinni. Þetta hefur verið gert í gegnum kjarasamninga stéttarfélaga og samtaka vinnuveitenda og hafa þessir aðilar byggt kerfið upp í nokkuð góðri sátt.
 
Vitanlega fara menn yfir hrunið og fjárfestingar sjóðanna. Rekstur þeirra er og hefur alltaf verið undir ströngu eftirliti hins opinbera og Alþingi hefur oftar en ekki hert á lögum um lífeyrissjóðina. Fjárfestingastefnur sjóðanna eru ákveðnar á ársfundum hvers sjóðs og síðan útfærðar sameiginlega af stjórnarmönnum eftir þeim reglum sem sjóðunum eru settar af fjármálaeftirlitinu.
 
Það er ekki svo ýkja langt síðan að sótt var hart að lífeyrissjóðakerfinu og vildu bankarnir ná þeim til sín. Þar fóru hamförum hægri stjórnmálamenn og gerðu hverja atlöguna af annarri að almennu lífeyrissjóðum. Þetta voru helstu gerendur í því að setja upp þá efnahags- og peningastefnuna sem leiddi okkur í hrunið. Með sameiginlegri varnarbaráttu samtaka aðila vinnumarkaðs tókst að verja sjóðina í þessari árás. Það er ljóst að ef það hefði ekki tekist þá væru lífeyrissjóðirnir í dag rústir einar og allur lífeyrir sjóðsfélaga horfinn í stóru hítina.
 
Í lífeyrissjóð rafiðnaðarmanna hefur það ætíð tíðkast að allir stjórnarmenn séu sjóðsfélagar og var sett inn í reglugerð sjóðsins á sínum tíma við endurnýjun kjarasamninga. Þessu hefur verið viðhaldið innan rafiðnaðargeirans þó svo að lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna hafa sameinast öðrum lífeyrissjóðum og sé nú stærsti hluti af Lífeyrissjóðnum Stöfum. Rafiðnaðarmenn kjósa 2 af 6 stjórnarmönnum og fyrirtæki í rafiðnaði kjósa 1. Stjórnarmenn launamanna í rafiðnaði eru kosnir á þingum rafiðnaðarmanna. Fulltrúi fyrirtækja í rafiðnaði eru kosnir á ársfundum samtaka fyrirtækja í raf- og tölvuiðnaði. Þessar tilnefningar eru svo bornar upp á ársfundi sjóðsfélaga og kosið um þær þar. Nú hafa rafiðnaðarmenn sett fram tillögu um að stjórnarmönnum verði fjölgað um 2, úr 6 í 8 og þessir 2 verði kosnir með rafrænni kosningu af öllum sjóðsfélögum.
 
Það er skýr afstaða rafiðnaðarmanna að ef breyta á uppsetningu stjórna lífeyrissjóðanna þá verði að gera það réttum forsendum. Ekki í einhverjum pöpulisma og tilfinningahita byggða á leit að sökudólgum. Samstarf launamanna og launagreiðenda hefur reynst sjóðunum styrkur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?