Fréttir frá 2009

09 29. 2009

Metfjöldi nýsveina

Laugardaginn 26. sept. síðastl. voru afhent sveinspróf í rafvirkjun og rafeindavirkjun við hátíðlega athöfn í Rafminjasafninu við Elliðaárvirkjun.

Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök fyrirtækja í raf- og tölvuiðnaði stóðu að venju fyrir athöfninni. Alls luku prófi nú 79 rafvirkjar og 18 rafeindavirkjar. Fyrr á árinu luku 71 rafiðnaðarnemar prófum. Þannig að á þessu ári hafa 168 rafiðnaðarnemar lokið sveinsprófum, sem skiptist þannig að þar eru 134 rafvirkjar og 34 rafeindavirkjar.
 
Þetta er nýtt met, en árið 2007 var fyrra met sett þegar 157 luku sveinsprófum í rafiðnaðargreinum. Fram að þeim tíma höfðu um 110 rafiðnaðarnemar lokið prófum árlega í allmörg ár. Mikil og stöðug fjölgun hefur verið

meðal rafiðnaðarmanna undanfarin ár og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast síðasta áratug. Í dag eru starfandi rafiðnaðarmenn með sveinspróf hér á landi tæplega 4.000. Starfsvið rafiðnaðarmanna er í dag gríðarlega víðfemt,

fyrir 25 árum störfuðu um 80% þeirra í byggingar- og orkugeira. Í dag hefur þetta snúist við, því liðlega 80% þeirra starfa í hátæknigeiranum.
 
Formenn RSÍ og SART ávörpuðu nýsveina og buðu þá velkomna til starfa innan rafiðnaðargeirans. Atvinnuástand væri mjög gott og launakjör góð, en nú væri niðursveifla og tæplega 2% atvinnuleysi meðal rafiðnaðarmanna með

sveinspróf. Þó svo nýsveinar væru að ljúka námi þá kallaði gríðarlega hröð tækniþróun á að rafiðnaðarmenn endurnýjuðu tækniþekkingu sína og sæktu fagtengd námskeið reglulega. Áður sinntu erlendir rafiðnaðarmenn

uppsetningu á flóknari tæknibúnaði hér á landi. En með markvissri uppbyggingu starfsmenntunar í rafiðnaði hefur tekist að snúa þessu við og í dag sjá íslenskir rafiðnaðarmenn um alla tækniþjónustu hér og eru margir

þeirra að störfum víða heim.
 
Samtök rafiðnaðarmanna eiga og reka Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins sem stendur fyrir reglulegri endurskoðun námskráa í rafgreinum og samræmdum prófum, eins og t.d. sveinsprófum. Auk þess fer þar fram raunfærnimat.

Samtökin eiga og reka einnig Rafiðnaðarskólann, þar er boðið upp á fjölda fagtengdra námskeiða í hverjum mánuði allt árið.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?