Fréttir frá 2009

01 22. 2009

Staðan í augnablikinu og það sem launamenn þurfa að taka afstöðu til :

Nú hafa samtök launamanna rúmt ár gert árangurslausar tilraunir við að ná saman um þríhliða samstarfi um að byggja þetta samfélag upp með því að verja atvinnustig og verja kaupmátt. Þetta var svo betur útfært í viðræðum vegna kjarasamninga í febrúar 2008.   Ríkisstjórnin hélt sig á öllum stigum í hlutverki bókmenntagagnrýnandans, þ.e.a.s. að vera ekki þátttakandi í mótun tillagna, en taka við þeim og gera ekkert með þær annað en setja út á þær. Hér má minna á umfjöllun í fréttum allan síðasta vetur.  Nú hafa samtök launamanna reynt í heilt ár að ná saman um þríhlið samstarf um að byggja þetta samfélag upp. Reynar aðeins lengur því að í undirbúningsviðræðum á haustmánuðum 2007 koma fram hugmyndir frá aðilum vinnumarkaðs um þríhliða aðgerðir til þess að verja atvinnustig og verja kaupmátt. Þetta var svo betur útfært í viðræðum vegna kjarasamninga í febrúar 2008.   Ríkisstjórnin hélt sig á öllum stigum í hlutverki bókmenntagagnrýnandans, þ.e.a.s. að vera ekki þátttakandi í mótun tillagna, en taka við þeim og gera ekkert með þær annað en setja út á þær. Hér má minna á umfjöllun í fréttum allan síðasta vetur.   Sama var upp á teningunum síðastliðið haust. Þar voru háværar kröfur um að ríkisstjórnin lagfærði trúverðugleika með því að víkja nokkrum einstaklingum úr sætum í Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og eins ráðherrum sem stjórnuðu þessum stofnunum. Fyrr myndi almenningur ekki sætta við stöðuna. Annars myndi ekki skapast nauðsynlegt traust á milli stjórnvalda og annar í þjóðfélaginu. Þessu var í engu sinnt og ríkisstjórnin er að uppskera þessa dagana.   Við upphaf viðræðna í síðustu viku um endurskoðunarákvæði kjarasamninga kom fram af hálfu forsvarsmanna SA og samninganefnda sveitarstjórna og fjármálaráðuneytisins að það væri ekki grundvöllur að hækka laun eins og gert væri ráð fyrir í endurskoðunar ákvæðinu og  til þess að segja samningnum upp. Það myndi leiða til þess að allir samningar í landinu væru lausir. Leiða má líkur til þess að lítið næðist út úr samningaviðræðum og ef einhverjir ætluðu að þvinga fram niðurstöður myndu koma lög sem frystu laun og kjör í landinu um tiltekinn tíma.   Á fundi aðila vinnumarkaðs í byrjun þessarar viku voru aðilar sammála um nauðsyn þess að leggja upp með áætlun til tiltekins tíma um uppbyggingu íslensks þjóðfélags með nauðsynlegir þátttöku ríkisstjórnar. Ef það næðist niðurstaða um sveigjanleika og frestun væri hugsanlega hægt að og ná einhverri niðurstöðu. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru nákvæmlega þau sömu og áður. Vera áfram í hlutverki bókmenntagagnrýnandans. Engar tillögur um aðgerðir, engar tillögur um hvernig bregðast eigi við um uppbyggingu atvinnulífs og svo hótanir um að ef þvingaðar verði fram einhverja launabætur muni það þýða enn frekari uppsagnir starfsfólks.   Á fundi miðstjórnar ASÍ í gær kom mjög glögglega fram að þolinmæði manna væri á þrotum. Búið væri að þreyja þorrann í 100 daga von um að ríkisstjórnin gerði eitthvað og hreinsaði til. Ekkert gerðist og ríkisstjórnin vildi halda áfram á sömu braut. Stjórnir stéttarfélaganna sætu undir hratt vaxandi óánægju félagsmanna og kröfum um aðgerðir. Það eina sem hefðist upp úr samskiptum við þessa ríkisstjórn væri að reyna að framlengja líf með því að gera 2ja ára samning við hana, sem væri í fullkominni þversögn við vilja félagsmanna. Einnig lægi fyrir sé litið til fyrri reynslu að ríkisstjórnin hefði enga burði og engan vilja til þess að efna samkomulag.    Það var mat miðstjórnar ASÍ að ákvörðun um framhald þyrfti að fara fram í stærri hóp og ákveðið að boða til formannafundar á morgun. Á þann fund mun miðstjórn RSÍ mæta. Sjónarmið rafiðnaðarmanna hafa glögglega komið fram í ályktunum undanfarin ár.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?