Fréttir frá 2009

01 26. 2009

Bóthildur fyrir félagsmenn

Miðstjórn hefur keypt heimilisbókhaldsforritið Bóthildi og er það afhent félagsmönnum þeim að kostnaðarlausu á skrifstofunni eða sent heim til þeirra.  Miðstjórn hefur keypt heimilisbókhaldsforritið Bóthildi og er það afhent félagsmönnum þeim að kostnaðarlausu á skrifstofunni eða sent heim til þeirra.   Nýtt bókhaldskerfi fyrir heimili. Bóthildur er nýtt, notendavænt bókhaldskerfi sem er hugsað fyrir þá sem vilja öðlast betri yfirsýn yfir fjárhag heimila sinna og ná betri stjórn á útgjöldum. Í Bóthildi eru gögnin eru sett fram á skýran og einfaldan hátt með myndrænni framsetningu og sundurliðuðum yfirlitum.   Allir geta nýtt sér kerfið Helstu skráningargluggar eru einfaldir og aðgengilegir hvar sem er í kerfinu. Notandinn ræður sjálfur hversu mikið hann skilgreinir hverja færslu en hún getur verið tileinkuð nokkrum þáttum t.d. yfirflokki, undirflokki og hvaða fjölskyldumeðlim.Reglulegar færslur gera tvískráningu óþarfa. Við skráningu er færslan stillt og tileinkuð því sem við á. Á uppgefnu tímabili þarf svo eingöngu að samþykkja að færslan hafi átt sér stað og athugasemdum bætt við ef þess þarf.Mikilvægt er að notandinn hafi góða heildarsýn yfir fjárhagsstöðuna hverju sinni og til að auðvelda það sést á upphafsvalmyndinni helstu upplýsingar um stöðuna á hverjum tíma.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?