Fréttir frá 2009

02 7. 2009

Rafiðnaðarmenn fjölmennir í heiðursverðlaunaflokki

Í dag var haldin árleg verðlaunaafhending Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Félagið hefur undanfarin ár heiðrað þá iðnnema sem hafa staðið sig afburðavel í námi og sveinsprófumÍ dag var haldin árleg verðlaunaafhending Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Félagið hefur undanfarin ár heiðrað þá iðnnema sem hafa staðið sig afburðavel í námi og sveinsprófum. Rafiðnaðarmenn voru áberandi við athöfnina í af 18 nýsveinum sem fengu verðlaun voru 7 rafiðnaðarmenn. Baldur Gíslason og Sveinn Svavarsson rafeindavirkjar frá Iðnskólanum í Reykjavík. Ásgeir Eiríksson, Þorsteinn Kolbeinsson Jón Garðar Helgason rafvirkjar frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti Jóhann Ingi Ævarsson rafvirki frá Fjölbrautarskóla Vesturlands Kári Steingrímsson rafvirki frá Iðnskólanum í Hafnarfirði Í fyrsta skipti var valinn iðnaðarmaður ársins, það var Óðinn G. Gunnarsson járnsmíðameistari. Aðrir voru 1 bakari, 1 klæðskeri, 1. Framleiðslumaður, 2 matreiðslumaður, 2 múrarar og 3 húsgagnasmiðir. Rafiðnaðarsambandið óskar þeim öllum innilega til hamingju. Í ræðum forseta Íslands, menntamálaráðherra og borgarstjóra við þetta tilefni kom fram að iðnaðarmenn væri sannarlega burðarstólpar í íslensku atvinnulífi og til þeirra væri litið við uppbyggingu atvinnulífsins. Það kæmi alltaf sjaldan fram hversu mikilvægir iðnaðarmenn væru. Fram kom að iðnnemum hefði fjölgað á undanförnum árum og það væri gleðiefni.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?