Fréttir frá 2009

02 9. 2009

Félagsfundir á Akranesi

Í dag voru fyrstu félagsfundir í fundaferð RSÍ um landið haldnir á Akrnesi. Vel var mætt á fundina og góðar umræður  Í dag voru fyrstu félagsfundir á fundaferð RSÍ um landið haldnir á Akrnesi. Vel var mætt á fundina og góðar umræður. Í hádeginu var haldin fundur á veitingahúsinu Skrúðgarðinum. Á fundinn mættu um 20 manns. Boðið var upp á súpu , brauð og kaffi. Farið var ítarlega yfir atvinnuástandið á vinnumarkaðinum og horfur. Fjallað var um helstu spár hagdeilda vinnumarkaðs um hvert stefni og hver viðbrögð stjórnvalda þyrftu að vera. Einnig var farið yfir aðstoð RSÍ við atvinnulausa ásamt starfsemi sambandsins.   Að loknum fundinum var haldinn annar fundur í Verkmenntaskóla Vesturlands. Á fundinum voru um 40 nemar og kennarar í rafiðnaðardeild skólans. Farið var yfir hlutverk stéttarfélaga og starfsemi Rafiðnaðarsambandsins. Einnig voru nokkrar umræður yfir ástand og horfur á vinnumarkaði rafiðnaðarmanna.    

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?