Fréttir frá 2009

02 12. 2009

Félagsfundir í vikunni

Nú er búið að halda félagsfundi á Akranesi, Ísafirði, Sauðárkrók og Akureyri. Auk þess í rafiðnaðardeildum Verkmenntaskólanna á Akranesi, Sauðárkrók og Akureyri. Óvenjulega góð aðsókn hefur verið á fundina og hafa um 100 félagsmenn sótt félagsfundina og um 120 fundina í skólunum.      Hluti fundargesta á Akureyri   Nú er búið að halda félagsfundi á Akranesi, Ísafirði, Sauðárkrók og Akureyri. Auk þess í rafiðnaðardeildum Verkmenntaskólanna á Akranesi, Sauðárkrók og Akureyri. Óvenjulega góð aðsókn hefur verið á fundina og hafa um 100 sótt félagsfundina og um 120 fundina í skólunum. Fundur á Ísafirði   Fjallað hefur verið um spár hagdeilda vinnumarkaðs um hvert stefni og hver viðbrögð stjórnvalda þyrftu að vera. Töluvert hefur verið fjallað endurskoðun kjarasamninga og hvernig eigi að bregðast við þeirri stöðu sem upp er kominn ef fyritækin segu upp samningnum.     Fundur í Verkmenntaskóla Akureyrar   Umræður hafa verið um stöðuna á vinnumarkaðinum og aðstoð RSÍ við atvinnulausa. Einnig hefur verið fjallað um starfsemi sambandsins. Mikið hefur verið spurt um stöðu lífeyrissjóðsins og einkennilegar yfirlýsingar stjórnmálamanna og fleiri um hvernig þeir ætli sér að nýta sjóðina og fyrirætlanir um að meðhöndla þá eins og þeir séu almannaeign.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?