Fréttir frá 2009

02 18. 2009

Heilsurækt fyrir atvinnuleitendur

Heilsurækt fyrir 1.500 ? 2.000 kr. á mánuðiMikill fjöldi launafólks hefur misst vinnuna í kjölfar efnahagsþrenginganna síðustu mánuði og ljóst er að atvinnuleysi verður mikil á næstunni. Stéttarfélögin telja mikilvægt að styðja við bakið á félagsmönnum sínum sem misst hafa vinnuna. Færðar hafa verið sönnur á að virkni og regluleg hreyfing eru mikilvæg undirstaða heilbrigðis við slíkar aðstæður. Af þessum ástæðum gerðu ASÍ og Samtök heilsuræktarstöðva samkomulag um stuðning og sérkjör fyrir atvinnuleitendur.Félagsmönnum [nafn á félaginu] sem misst hafa vinnuna stendur nú til boða mánaðarkort á sérkjörum með stuðningi félagsins. Algengasta verð er frá 1.500 til 2.000 kr. á mánuði. Til að njóta framangreindra kjara þarf félagsmaður að koma á skrifstofu félagsins með síðustu greiðslukvittun frá Atvinnuleysistryggingasjóði eða staðfestingu á að viðkomandi hafi skráð sig atvinnulausan. Á skrifstofu félagsins er jafnframt hægt að fá allar frekari upplýsingar um verð og aðra skilmála hjá mismunandi heilsuræktarstöðvum.Eftirtaldar heilsuræktarstöðvar eru þátttakendur í verkefninu: Árbæjarþrek, Dansrækt J.S.B., Heilsuakademían, Hreyfing, Lífsstíll, Nordica Spa, Orkubúið-heilsurækt, Toppsport, Sporthúsið, World Class.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?