Fréttir frá 2009

03 2. 2009

Dagpeningar erlendis lækka.

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið að lækka dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis um rúmlega 10%.Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafði áður beint þeim tilmælum til Ferðakostnaðr-nefndarinnar að greiðslurnar yrðu lækkaðar. Dagpeningar skiptast í greiðslur vegna gistingar og annars kostnaðar. Greiðslur vegna almennra dagpeninga skiptast í fjóra flokka. Greiðslur í lægsta flokknum lækka úr tæpum 38 þúsund krónum í 34 þúsund krónur.Dýrasti flokkurinn inniheldur ferðir til Moskvu, New York borgar, Singapúr, Tókýó eða Washington. Dagpeningar vegna gistingar og annars kostnað vegna þeirra lækka úr rúmum 57 þúsund krónum í 51 þúsund krónur á dag.Dagpeningar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?