Fréttir frá 2009

03 18. 2009

Einkennileg ályktun Eyjamanna

Eins og þekkt er þá hefur RSÍ valið frekar að vera með marga kjarasamninga en einn eins og sum stéttarfélög.Eins og þekkt er þá hefur RSÍ umfram önnur stéttarfélög frekar valið að vera með marga kjarasamninga en einn eins og sum stéttarfélög. Í vetur hefur RSÍ tekist ágætlega að ganga að frá þessum samningum eins og reyndar ætlast er til að kjarasamningar séu endurnýjaðir þegar þeir renna út. En almenni samningur sambandsins hefur einn fylgt hinu svokallaða samfloti ASÍ. Eins vakti mikla athygli þegar þau stéttarfélög sem gagnrýndu hvað ákafast samflot innan ASÍ með öðrum heildarsamtökum eins og BSRB, KÍ, BHM og fleirum, höfnuðu alfarið að semja sjálf og vera ekki þátttakendur í samflotinu þegar þeim stóð það til boða. Í fréttum í dag kom fram að RSÍ hefði náð að loka flestum af sínum fyrirtækjasamningum á undanförnum mánuðum. Stuttu síðar kom ályktun frá verkalýðsfélaginu í Eyjum þar sem það er fordæmt. Óskiljanlegt, en allmargar af ályktunum um kjarasamninga undanfarnar verið torskiljanlegar og einkennst af dylgjum í garð stéttarfélaga í öðrum landssamböndum. Það er umhugsunarefni hvers vegna að nokkur einstök félög telji sig vera þess umkomin að vera endurtekið með athugasemdir  í garð kjarasamninga stéttarfélaga innan annarra landssambanda, jafnvel eins og kemur fram í ályktuninni telja sig vera þess umkomin að skipta sér af því hvaða samningamönnum önnur stéttarfélög tefla fram. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?