Fréttir frá 2009

03 21. 2009

Samningsmarkmið nást

Grandi hefur fallist á að standa við þau sjónarmið sem höfð voru að leiðarljósi þegar ákveðið var að setjast að samningaborði um hvernig skapa mætti grundvöll þess að fyrirtækin gætu staðið við þau markmið sem sett voru við gerð almennu kjarasamningana fyrir ári síðan.Grandi hefur fallist á að standa við þau sjónarmið sem höfð voru að leiðarljósi þegar ákveðið var að setjast að samningaborði um hvernig skapa mætti grundvöll þess að fyrirtækin gætu staðið við þau markmið sem sett voru við gerð almennu kjarasamningana fyrir ári síðan. Fyrirtæki sem hefðu burði til þess að greiða launahækkanir gerðu það strax á meðan önnur fengju frest á meðan bankaerfið væri að komast í gang. Um þetta segja þeir kjarasamningar sem hafa verið gerðir í vetur. Nokkrir þeirra innihéldu umræddar launahækkanir að fullu, jafnvel ívið meira í sumum tilfellum, og aðrir innihéldu minna. Nokkur fyrirtæki hafa orðið að skerða hæstu laun á, önnur skert yfirvinnu, og enn önnur þurft að fækka starfsfólki eða minnka vinnuskyldu hluta starfsfólks. Svo einkennilegt sem það nú er þá var Rafiðnaðarsambandið ekki eitt þar á ferðinni í öll skipti, þar á ég t.d. við þá kjarasamninga sem gerðir voru við Elkem og Norðurál. Að þeirri samningagerð komu öll stéttarfélögin á því svæði. Allt er þetta gert í markvissri vinnu aðila vinnumarkaðs í tilraun að halda atvinnustigi sem hæst. Um þetta markmið hafa sameinast öll heildarsamtök launamanna og sitja að samningastörfum. Þessir aðilar hafa einnig lýst yfir vilja til þess að taka höndum saman við stjórnvöld og leggja upp áætlun hvernig megi vinnu Ísland sem hraðast upp úr þessum vanda og stuðla að stöðugleika. Gegn þessari stefnu standa reyndar forystumenn 5 stéttarfélaga í ASÍ. En það er eins það er, menn eru ekki alltaf sammála og reyndar stundum ekki samkvæmir sjálfum sér, sé litið til ályktana og ummæla í fjölmiðlum. Sum þeirra ummæla virðast reyndar frekar snúast um að koma höggi á önnur stéttarfélög en að fjalla um þann vanda sem uppi er þessa daga á landinu Ísland.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?