Fréttir frá 2009

03 27. 2009

Ályktun um lífeyrissjóði

Á miðstjórnarfundi RSÍ þ. 27. marz 2009 var fjallað m.a. um starfsemi lífeyrissjóða. Miðstjórnarmönnum er það mikið áhyggjuefni hversu mikið umfjöllun um lífeyrissjóðakerfið og uppbyggingu þess einkennist af þekkingarleysi og alhæfingum. Það varð að óhófleg hækkun varð á launakjörum nokkurra forsvarsmanna lífeyrissjóða í skjóli ofsafenginnar uppsveiflu launakjara á fjármálamarkaði: Þessi ofurlaun voru harkalega gagnrýnd af stéttarfélögum. Sama gilti um glysferðir og skrautsýningar fjármálafyrirtækja, hvort sem þær fóru fram erlendis eða á árbökkum dýrustu laxveiðiáa landsins.Á miðstjórnarfundi RSÍ þ. 27. marz 2009 var fjallað m.a. um starfsemi lífeyrissjóða. Miðstjórnarmönnum er það mikið áhyggjuefni hversu mikið umfjöllun um lífeyrissjóðakerfið og uppbyggingu þess einkennist af þekkingarleysi og alhæfingum. Ítrekað koma fram í frétta- og spjallþáttum einstaklingar með fullyrðingar sem engin fótur er fyrir og leggja jafnvel fram útreikninga sem á engan hátt byggjast á þeim lögum og reglugerðum sem sjóðunum er gert að starfa eftir. Áberandi er að þáttastjórnendur gera engar athugsemdir og leita ekki eftir skýringum.   Það varð að óhófleg hækkun varð á launakjörum nokkurra forsvarsmanna lífeyrissjóða í skjóli ofsafenginnar uppsveiflu launakjara á fjármálamarkaði: Þessi ofurlaun voru harkalega gagnrýnd af stéttarfélögum. Sama gilti um glysferðir og skrautsýningar fjármálafyrirtækja, hvort sem þær fóru fram erlendis eða á árbökkum dýrustu laxveiðiáa landsins. Launakjör þessara forsvarsmanna og þeirra sem hafa verið þátttakendur í Þórðargleði bankanna hafa skaða lífeyrissjóðina umtalsvert.   Miðstjórn RSÍ telur brýna nauðsyn á að þessi atriði verði tekinn til gagngerðrar endurskoðunar. Launakjör eiga að vera í samræmi við það sem gengur og gerist á vinnumarkaði. Þjóðin er aftur orðin eigandi bankakerfisins, sem hefur leitt til endurskoðunar á kjörum yfirmanna bankanna. Sjóðsfélagar lífeyrissjóða gera samskonar kröfur. Sama gildir um þátttöku í ferðum og kynningum.   Á fundum rafiðnaðarmanna undanfarin ár hafa ítrekað verið samþykktar ályktanir þess eðlis að sjóðsfélagar kjósi alla stjórnarmenn lífeyrissjóða, ekki einungis helming þeirra. Miðstjórn RSÍ bendir á að öllum athugasemdum gagnvart starfsemi lífeyrissjóða er beint gegn stéttarfélögum sjóðsfélaga og þess krafist að þau axli ábyrgð. Á sama tíma víkja Samtök atvinnurekanda sér ætíð undan þessari umræðu, þó svo samtökin skipi helming stjórnarmanna og hafa sannarlega markandi áhrif á fjárfestingarstefnu og kjör forsvarsmanna almennu lífeyrissjóðanna. Einnig má benda á að umræðan beinist ætíð almennum lífeyrissjóðunum, en ekki þeirra lífeyrissjóða sem banka- og fjármálakerfið hafa rekið. Miðstjórn RSÍ telur engin vankvæði á því að axla þessa ábyrgð, en þá þarf ákvarðanataka vitanlega að vera í hennar höndum.   Á fjölmennum fundi sjóðsfélaga þess lífeyrissjóðs sem rafiðnaðarmenn greiða til, var í gær samþykkt að það væri ekki hlutverk lífeyrisjóða að reka hjúkrunarheimili. Þó svo stjórnmálamenn hafi algjörlega brugðist í þessum málaflokki, réttlætir það engan veginn að lífeyrir sjóðsfélaga eða sparifé almennings verði tekið eignarnámi. Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna hefur lánað þeim aðilum sem reisa og reka þjónustu- og hjúkrunarheimili.Sama gildir um öll húnæðislán sjóðsfélaga. Sú stefna hefur ætíð notið fulls stuðnings rafiðnaðarmanna.   Rekstraraðilum hjúkrunarheimila hefur ekki skort aðgang að hagstæðum langtíma lánum frá lífeyrissjóðum til bygginga og stækkunar. Það hefur aftur á móti skort heimildir frá hinu opinbera til stækkunar rekstrareininganna og byggingar nýrra. Stjórnmálamenn hafa nýtt sér þá stöðu sem auglýsingar forstjóra sælgætisgerðarinnar Góu hafa skapað og vikið sér undan því að standa við kosningaloforð sín um átak í þessum efnum. Það er ekki tiltökumál fyrir ábyrg athafnaskáld að stofna og reka hjúkrunarheimili og fá til þess fjármagn t.d. frá lífeyrissjóðum og miðstjórn rafiðnaðarmanna er tilbúinn til samstarfs um þau mál.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?