Fréttir frá 2009

04 23. 2009

Starfsgreinasambandið er ekki verkalýðshreyfingin

Það er algengt að upp rísi deilur innan Starfsgreinasambandsins. Óþægilega oft vegna þess að þegar rætt er við þá forystumenn sem standa í þessum deilum, sem eru nánast undantekningalaust alltaf þeir sömu, þá taka þeir ætíð þannig til máls að um sé að ræða verkalýðshreyfinguna.Það er algengt að upp rísi deilur innan Starfsgreinasambandsins. Óþægilega oft vegna þess að þegar rætt er við þá forystumenn sem standa í þessum deilum, sem eru nánast undantekningalaust alltaf þeir sömu, þá taka þeir ætíð þannig til máls að um sé að ræða verkalýðshreyfinguna.   Starfsgreinasambandið er ekki verkalýðshreyfingin, það er einungis hluti af ASÍ. ASÍ er heldur ekki öll verkalýðshreyfingin. Það eru til stór sambönd eins og t.d. BSRB, KÍ og BHM sem standa utan ASÍ.   Mörg landssambönd innan ASÍ hafa gengið í gegnum skipulagsbreytingar og er svo komið að öll landssamböndin eru kominn með allt annað skipulag og er innan Starfsgreinasambandsins. Þessar skipulagsbreytingar hafa gerst án þess að forystumenn innan þeirra sambanda hafi verið í fjölmiðlum með allskonar stóryrtar yfirlýsingar um að allt sé að fara til fjandans í verkalýðshreyfingunni.   Það eru nokkrir fréttamenn sem hafa óskaplega gaman af þessu ati innan Starfsgreinasambandsins og stilla þessu alltaf upp eins og um sé að ræða gjörvalla verkalýðshreyfinguna. Þetta var t.d. gert fyrir stuttu þegar um 5% ASÍ mótmæltu því að fara í viðræður við SA til þess að reyna að bjarga kjarasamningunum. Þessi 5% vildu láta SA slíta samningunum. Þessu var stillt upp sem valdníðsla innan verkalýðshreyfingarinnar í tilteknum fjölmiðlum. En forsvarsmenn þessara 5% mættu í hvern fréttatímann á fætur öðrum og níddu niður alla verkalýðshreyfinguna með góðri aðstoð tiltekinna fréttamanna, vegna þess að hin 95% vildu ekki fara eftir þeirra ráðum. Þetta heitir reyndar lýðræðisleg vinnubrögð í minni orðabók.   Nú á að grípa tækifærið aftur. Enn einu sinni eru sömu aðilar mættir í sömu fjölmiðlana með sömu yfirlýsingarnar um Verkalýðshreyfinguna. Er það frekt að fara fram á að þessir aðilar vinni sína heimavinnu án þess að þurfa sífellt að blanda okkur hinum saman við sitt heimatilbúna hanaat?

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?