Fréttir frá 2009

05 15. 2009

Ályktun um arðgreiðslur OR til eigenda

Sambandstjórnarfundur RSÍ mótmælir harðlega áætlunum eigenda OR að hrifsa til sín 400 millj. kr. af launum starfsmanna fyrirtækisinsSambandstjórnarfundur Rafiðnaðarsambands Íslands haldinn á Laugarvatni 14. -15. maí 2009 lýsir furðu sinni á hugmyndum eigenda Orkuveitu Reykjavíkur um að taka útúr fyrirtækinu 800 millj.kr. arð á sama tíma og fyrirtækið er rekið með 73 milljarða tapi. Reyndar er stutt síðan sömu eigendur nýttu OR sem leikvöll þar sem eigendur ætluðu sér að nýta þekkingu starfsmanna sem söluvöru í glannalegum fjármálaævintýrum. Starfsmenn OR féllust á í mars síðastliðnum að fresta umsömdum launahækkunum og taka að auki á sig launalækkanir vegna slæmrar rekstrartöðu fyrirtækisins til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. Með því voru starfsmenn að láta af hendi um 400 milljónir króna til fyrirtækisins. Ljóst er að þær samþykktir munu falla úr gildi ef eigendur fyrirtækisins ætla sér að hrifsa til sín þessi framlög starfsmanna til síns fyrirtækis. Sambandsstjórn RSÍ mótmælir þessum fyrirætlunum eigenda og ósvífinni framkomu eigenda OR við starfsmenn fyrirtækisins og krefst þess að hún verði umsvifalaust dregin tilbaka.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?