Fréttir frá 2009

05 29. 2009

Ást fréttastofu RÚV á ASÍ

Í fréttum RÚV í gær var viðtal við formann verkalýðsfélagsins á Húsavík um minnisblað þar sem stæði að það væri af frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar að fresta umsömdum launahækkunum sem koma áttu í marz. Formaðurinn hélt því fram að forsvarsmenn ASÍ hefðu einhliða farið fram á frestun launahækkana að upphæð kr. 13.500 til launafólks. Í fréttum RÚV í gær var viðtal við formann verkalýðsfélagsins á Húsavík, þar sagðist hann hafa milli handa minnisblað þar sem stæði að það væri af frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar að fresta umsömdum launahækkunum sem koma áttu í marz.   Aðalsteinn hélt því blákalt fram að forsvarsmenn ASÍ hefðu einhliða farið fram á frestun launahækkana að upphæð kr. 13.500 til launafólks. Forsvarsmönnum ASÍ fyndist alveg nóg komið af launahækkunum. Þessi málflutningur er ótrúlegur, og enn ótrúlegra að fréttastofa sem vill láta bera virðingu fyrir sér birti þetta sem aðalfrétt á besta tíma án þess að sannreyna þetta, sem er stórmál ef satt væri.   Ég fór fram á eftir að hafa hlustað á fréttirnar að fá að sjá þetta minnisblað. Starfsmenn ASÍ vissi ekki við hvaða minnisblað væri átt. Á fundum í Karphúsinu í dag kom fram að SA-menn vissu hvað Aðalsteinn væri að vitna í, það væri bók um efnahagsþróun sem SA gaf út í ársbyrjun, svokölluð Bláa bók. Í henni er vitnað í minnisblað frá Vilhjálmi Egilssyni. Þar stendur að ASÍ hafi að loknum formannafundi í feb. 2009 samþykkt að fresta launahækkunum frá feb. til 1. júlí.   Þar stendur reyndar ýmislegt fleira, en Aðalsteinn kýs að segja ekki frá og hentar fréttastofu RÚV heldur ekki að greina frá. Þar er atburðarás lýst; SA fór fram á við ASÍ að fresta umsömdum hækkunum og breyta þeim þannig að 1. okt. 2009 kæmi til framkvæmda sú hækkun sem átti að koma til framkvæmda 1. marz 2009.  SA lagði einnig til að 1. nóv. 2010 kæmi til framkvæmda sú hækkun sem koma átti 1. janúar 2010.   Þessu hafnaði ASÍ alfarið, þá lá það fyrir að SA myndi segja upp samningnum. Niðurstaðan varð að taka upp viðræður og þá um leið við þá ríkisstjórn sem kosinn yrði í vor um þróun mála á vinnumarkaði og í efnahagsmálum. Þessi málsmeðferð var samþykkt á formannafundi ASÍ í febrúar síðastliðnum af formönnum aðildarfélaga ASÍ með 95% félagsmanna ASÍ. Aðalsteinn var á þeim fundi og þekkti vel til þessa málatilbúnaðar.   Allt þetta hefur margítrekað komið fram í fréttum, samt birtir fréttastofa RÚV viðtalið við Aðalstein og gerir enga tilraun til þess að kanna viðhorf annarra. Fréttaflutningur RÚV af málefnum launamanna hefur í vetur verið á ótrúlega lágu plani. Þar má t.d. minna á frétt RÚV af setningu aukaársfundarASÍ. Þar var aðalfréttin að Jóhanna forsætisráðherra hefði í setningarræðu sinni gagnrýnt spilling í launum forsvarsmanna í verkalýðshreyfingunni. Jóhanna sagði ekkert í þessa veru í ræðu sinni. Fréttastofa RÚV fékkst ekki til þess að leiðrétta þetta. GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?