Fréttir frá 2008

12 12. 2008

Nýr kjarasamningur við RARIK

Í dag var undirritaður nýr kjarasamningur við RARIK. samningurinn gildir 31. des. 2010. Við undirritun er starfsmönnum endurraðað í launatöflu. Grunnröðun hækkar um tvo launaflokka ásamt því persónubundinn kaupauki felldur inn í nýja innröðun.Í dag var undirritaður nýr kjarasamningur við RARIK. samningurinn gildir 31. des. 2010. Við undirritun er starfsmönnum endurraðað í launatöflu. Grunnröðun hækkar um tvo launaflokka ásamt því persónubundinn kaupauki felldur inn í nýja innröðun. Klippt er neðan af launatöflu og neðsta starfsaldursþrep. Laun hækka 1. marz 2009 um 3.5% og 1. janúar um kr. 11.000 Tímaskriftum vegna útkalla er breytt. Inn kemur ákvæði um 0.13% í endurhæfingarsjóð og 2ja daga lengingu vegna veikinda barna eins og í öðrum kjarasamningum. Slysatryggingarákvæði samningsins verða endurskoðuð. Forsenduákvæði annarra samningum um endurskoðun er í þessum samning. Sett verður á laggirnar samstarfsnefnd sem fer yfir starfsheiti og starfssvið til samræmis við þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum árum.   

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?