Fréttir frá 2008

01 3. 2008

Staðan í viðræðunum

Allar viðræður lögðust niður í vikunni fyrir jól og eru ekki komnar af stað aftur. Helsta á stæða þess er sú að það er verið a bíða eftir skýrari svörum frá ríkisstjórninni. Hér neðar er staðan rifjuð upp.Allar viðræður lögðust niður í vikunni fyrir jól og eru ekki komnar af stað aftur. Helsta ástæða þess er sú að það er verið a bíða eftir skýrari svörum frá ríkisstjórninni. En flestir reikna með að viðræður fari í fullan gang strax eftir helgina. Við upphaf viðræðna lagði SA fram tillögu um að allir lágmarkstaxtar yrðu hækkaðir um krónutölu og nefndu 15 þús. kr. á mán. Auk þess hefur SA sett fram hugmynd um svokallaða launatryggingu, þar hefur ekki verið nefnd ákveðin prósenta. En við höfum nefnt að brotpunkturinn þyrfti að vera a.m.k. 9%. Það þýðir í raun að þeir sem hafi fengið minni launahækkun frá 1. sept 2006 en brotpunkturinn t.d. 9%, fái launahækkun sem nemur því sem upp á vantar. Þeir sem hafa fengið launaskrið umfram 9% fá ekkert.   Þessi aðferð gerir það að verkum að það er meira svigrúm til þess að setja í lægstu taxtana. En svo er þá hin leiðin sem nánast alltaf hefur verið farin, að setja flata prósentuhækkun á alla taxta, ef samið væri um svipaða launakostnaðarauka þýddi það líklega 4 - 5% launahækkun til allra.   ASÍ forystan hefur sagt að það vilji ekki skoða þessa leið SA nema að krónutöluhækkunin verði hækkuð, auk þess að það náist samkomulag um launatrygginarbrotpuntinn. Einnig hefur verið sett fram krafa um að stjórnvöld komi að málinu og persónuafsláttur verði hækkaður upp í 150 þús.kr. og hefur ASÍ lagt fram tillögu um að sá sérstaki afsláttur deyji út við 300 þús. kr. tekjur. Einnig er lagt til að skerðing barnabóta verði hækkuð verulega eða í 150 þús. kr. Þessar aðgerðir myndu kosta ríkissjóð um 14 milljarða króna og lagt til að þær dreifist á 3 ár.   Svo ótrúlegt sem það er nú þá hafa ríkisstjórnir undanfarinn ára markvisst lækkað skerðingarmörk í barnabótakerfinu og í dag hefst skerðing á barnabótum við 90 þús. kr. tekjur. Ef samkomulag næst við ríkisstjórn um þessar aðgerðir þá aukast ráðstöfunartekjur hjóna með tvö börn, sem eru samtals með 300 þús. kr. laun á mánuði, um 40 þús. kr. á mánuði.   Það barst svar frá stjórnvöldum fyrir jól um að þau myndu skoða þessar tillögur með jákvæðum hætti og svara strax eftir áramót. Þar af leiðandi hafa viðræður legið niðri.   En síðan var því spilað út fyrir jólin aukahækkun upp á 2% til ráðamanna. Laun þeirra hækkuðu um 2,5% 1. janúar 2006, um 3% 1. júlí sama ár og um 3,6% 1. október. 1. janúar í ár hækkuðu launin svo um 2,9% og um önnur 2,6% í sumar. Þetta vekur sérstaka athygli með tilliti til umræðunnar um launatryggingu. Ef launatryggingmarkið yrði sett þannig að þessi 2% aukahækkun ráðamanna stæðist þá þyrfti brotpunturinn það að vera 11,2%.   Hvað varðar aðrar kröfur þá er búið að fara yfir þær. Þar er helst um að ræða lengingu orlofs, akstur starfsmanna (línan) og atriði úr virkjanasamning sem við viljum setja inn í almenna samninginn. Einnig er um að ræða nokkur atriði sem varðar óskýran texta í kjarasamningnum sem hefur valdið deilum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?