Fréttir frá 2008

01 9. 2008

Kjarasamningar á byrjunarreit

RSÍ féllst á það að taka þátt í sameiginlegri stefnu verkalýðshreyfingarinnar um að gera sérstaka tilraun til þess að hækka lægstu laun. Nú hafa stjórnarliðar slátrað þessari tilraun Við undirbúning viðræðna í desemberbyrjun var ákveðið að láta reyna á hvort samstaða næðist milli aðila vinnumarkaðs og stjórnvalda um verulega hækkun launa og ráðstöfunartekna þeirra sem minnst mega sín. SA spilaði út krónutöluhækkun á lægstu taxta og ákveðna launatryggingu til handa þeim sem ekki hefðu fengið launaskrið umfram sett mörk. Stéttarfélögin tóku jákvætt í að skoða þessa leið að því tilskildu, að ríkisstjórnin myndi beina skattalækkunum í þann farveg að tryggja auknar ráðstöfunartekjur láglaunafólks. Með því næðust þau lágmarksmarkmið sem stéttarfélögin höfðu sett sér um aukningu ráðstöfunartekna þeirra sem voru á lægstu töxtunum. Augljóst var jafnframt þessu að stórir hópar meðal iðnaðarmannahópanna og innan VR myndu fá litlar launahækkanir, en féllust á að taka þátt í þessu sérstaka átaki á grundvelli.þess að væri leið til þess að ná verðbólgu niður.   Nú er liðinn einn mánuður frá því að tillögur stéttarfélaganna voru kynntar ríkisstjórn og hafa viðræður legið niðri. Á meðan hafa nokkrir stjórnarþingmenn farið mikinn í fjölmiðlum gegn þessum tillögum. Þeir vildu viðhalda stefnu stjórnvalda undanfarinna 8 ára og lækka skatta mest hjá þeim tekjuhæstu. Framkvæmdastjóri SA gekk svo fram fyrir skjöldu nú fyrir helgi og gagnrýndi tillögur ASÍ og vildi að skattleysismörkin yrðu frekar hækkuð um nokkur þúsund kr. og þannig að þau skiluðu sér upp allan tekjustigann. Hækkun persónuafsláttar yrði samkvæmt þessu vitanlega töluvert lægri en tillögur ASÍ hljóðuðu upp á og stærsti hluti tekjutaps ríkissjóðs skilaði sér til hinna tekjuhæstu.   ASÍ fékk svo í kjölfar þessa loks í gærkvöldi svar frá ríkisstjórninni, þar sem fallist á tillögur SA og tillögum ASÍ hafnað. Fram kom að ríkisstjórnin hefði markað sér stefnu um að halda áfram á þeirri leið að lækka tekjuskatt flatt og skila skattalækkun mest til hinna tekjuhæstu. SA og ríkisstjórnin var það vitanlega fulljóst að verið var að koma í veg fyrir sameiginlegt átak um að hækka lægstu laun sérstaklega og auka ráðstöfunartekjur þeirra sem minnst mega sín.   Samningaviðræður eru því komnar á byrjunareit og landssamböndin fara fram í sitthvoru lagi. Líklegt verður að telja nú verði stefnt á skammtímasamninga, þar sem ljóst er að þetta mun leiða til enn meiri óróa í efnahagfslífinu, hefur þó verið ærinn undanfarið.   Eins og kunnugt er þá hafa stjórnmálamenn hafa byggt upp væntingar um miklar launahækkanir hjá hópum í umönnunargeiranum og meðal kennara. Kjarasamningar þessara hópa renna út eftir rúman mánuð.   Efnahagsstefna stjórnvalda hefur valdið mörgum hugarangri og sá hausverkur hefur nú vaxið um allan helming.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?