Fréttir frá 2008

01 20. 2008

Þýðingarmikill fundur ASÍ og SA

Nú hefur verið boðað til sameiginlegs funda ASÍ og SA um stöðu kjarasamninga á morgun mánudag 21 jan. Allar líkur eru á að þar verði reynt að ná saman um hvert eigi að stefna við gerð kjarasamninganna. Fundurinn getur haft afdrifarík áhrif á framþróun kjarasamninga. Það liggur allavega fyrir að sum landssambandanna eru búinn að fá sig mikið meir en fullsödd á framkomu SA í þessum samningum. Nú hefur verið boðað til sameiginlegs funda ASÍ og SA um stöðu kjarasamninga á morgun mánudag 21 jan. Allar líkur eru á að þar verði reynt að ná saman um hvert eigi að stefna við gerð kjarasamninganna.SA lagði fram grunnhugmyndir í haust og vildi gera tilraun til þess að semja áður en samnignstíminn rynni út um áramótin. ASÍ hópurinn féllst á að þessar grunnhugmyndir og lagðist í allmikla vinnu við að móta sameiginlega stefnu, meginmarkmiðið var að slá á þá óvissu sem var í efnahagslífinu og skapa ró sem leiddi til þess að verðbólgan festist ekki í tveggja stafa tölu.   Vinna var kominn vel á stað þegar framkv.stj. SA gleymdi sér og skellti sér í hlutverk stjórnmálamanns með kostulegar útskýringar á borð við að undanfarnir samningar hefðu ekki verið langtíma samningar heldur röð árssamninga og það væri stefna ASÍ að koma á 67% jaðarskatti á öryrkja og einstæðar mæður og það myndi kosta samfélagið 40 milljarða.   Allir sem hafa fylgst með gerð kjarasamninga vita að í þeim hefur alltaf verið árleg endurskoðun. Þessi endurskoðunarmöguleiki hefur einungis verið bundin við launalið og honum hafa verið settar mjög þröngar skorður. Hver ástæða þessa upphlaups framkv.stj. SA er ekki ljós því það er klárt að honum var vel ljóst að hann fór með fleipur. En honum tóks að eyðileggja mánaðarvinnu og fresta gerð kjarasamninga a.m.k. um tvo mánuði. Svo sem peninganna virði því með frestum launahækkana er hann að sækja a.m.k. 4% af launasummunni í vasa launamanna og færa hana í vasa atvinnurekenda.   En skaðinn er mun víðtækari, því nú ríkir fullkominn trúnaðarbrestur á milli aðila og þau voru þung orðin féllu í garð forystu SA um þessa stöðu á fundi RSÍ á föstudaginn, eins og lesa má í ályktun fundarins hér á heimasíðunni. Allmargir samningamanna RSÍ eru þeirrar skoðunnar að nú eigi að stilla upp einhverju trúverðugu, engin meining fylgi því. Sú skoðun samningarnefndarmanna RSÍ byggist á framansögðu, en ekki síður að á þeim 3 fundum sem RSÍ hefur fengið hafa samningmenn rafiðnaðarmanan mátt sitja undir löngum einræðum starfsmanna SA þar sem þeir hæðast að kröfum ASÍ og forystumönnum RSÍ. Reyndar eitt ljós, nokkrir rafverktakar hafa lýst því yfir að þeir sé tilbúnir að samþykkja þau samningsdrög sem samninganefnd RSÍ lagði fram á síðasta samningafundi.   Í sjálfu sér hefur lítið annað gerst. Og af öllu í þessu grátbroslega og óuppbyggilega brölti framkv.stj. SA, sé litið til ummæla um röð ársamninga, þá leggur sá hinn sami nú til 4 ára samning og viti menn í tillögu hans er að á hverju ári fari fram endurskoðun á launalið samninganna!! Erum við að koma eða fara? Eða fórum við kannski aldrei af stað.   Fundurinn á morgun getur haft afdrifarík áhrif á framþróun kjarasamninga. Það liggur allavega fyrir að sum landssambandanna eru búinn að fá sig mikið meir en fullsödd á framkomu SA í þessum samningum. En eitt er víst eins og hefur komið fram í ummælum allmargra samningamanna, byrjunin felst í því að framkv.stj. SA átti sig á því að hann er ekki lengur í stjórnmálum og hann taki til við uppbyggilegar og ábyrgar viðræður.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?