Fréttir frá 2008

01 21. 2008

Uppsagnir rafvirkja á Landspítalanum

Eins og komið hefur fram þá sögðu allir rafvirkjar Landspítalans upp störfum fyrr í vetur vegna þess misræmis sem stjórnendur viðhafa í launakjörum rafiðnaðarmanna. Frá þessum tíma hefur framkoma stjórnenda spítalans við rafvirkjana verið harla einkennileg. Miðstjórn RSÍ fjallaði um málið á fundi sínum þ. 18. janúar   Á fundi miðstjórnar miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands þ. 18. janúar var fjallað um þá stöðu sem er á Landspítalanum eftir uppsagnir allra rafvirkja á spítulunum.  Miðstjórn lýsir furðu sinni á ábyrgðarleysi stjórnenda Landspítalans.  Með þessum mönnum sem margir hverjir hafa unnið í áratugi á stofnuninni fer mikil þekking á búnaði og húsnæði spítalans til spillis.  Sú ákvörðun að ganga ekki til viðræðna við þá og leysa málið, sýna stjórnendur að þeir virðast hafa lítinn áhuga á því að starfsemi spítalans sé með sem bestum hætti og öryggi sjúklinga og starfsmanna stofunarinnar er  ekki hátt skrifað.  Á uppsagnartíma hafa rafvirkjarnir að upplifa hótanir og allskonar athugasemdir frá sínum yfirmönnum ef þeir vogi sér að standa við uppsagnirnar. Það hlítur að vera krafa  almennings í landinu að stjórnendur Landspítalans sýni ábygð í stöfum  sínum og leysi þetta mál hið snarasta.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?