Fréttir frá 2008

01 22. 2008

SA tefur samninga

Á fundi SA og ASÍ seinni partinn í gær lagði SA fram sömu samningsdrög og lögð voru fram í byrjun nóvember síðastliðinn. Landssambönd ASÍ settust þá yfir drögin og skiluðu umsögn um hvernig þau teldu að hægt væri að lenda málinu.Á fundi SA og ASÍ seinni partinn í gær lagði SA fram sömu samningsdrög og lögð voru fram í byrjun nóvember síðastliðinn. Landssambönd ASÍ settust þá yfir drögin og skiluðu umsögn um hvernig þau teldu að hægt væri að lenda málinu. Þetta hefur verið rakið hér á heimasíðunni. Þar kom fram að mikil óvissa væri í efnahagslífinu og ástæða til þess að aðilar vinnumarkaðs ásamt ríkisvaldinu tækju höndum saman um þetta verkefni með samning sem næði fram á haustið 2009.   SA var tilkynnt hvað landssamböndin teldu að gera þyrfti ef fara ætti þessa leið og farið var á fund ríkisstjórnarinnar 12. des., sem tók vel í málið. Það var forsenda að unnið yrði áfram við að þróa samninginn inn á lokastig. Haldið var áfram með mikilli vinnu, en öllum á óvörum splundraði SA þessu öllu í fyrstu viku þessa árs.   Nú leggur SA aftur fram sama plagg. Í þessu plaggi er rafiðnaðarmönnum boðið upp á að laun örfárra rafiðnaðarmanna hækki örlítið. Heildarkostnaður SA af þessu vegna rafiðnaðarmanna er vart mælanlegur eða nálægt 0.2%.   Viðbrögð samninganefndar RSÍ hafa komið fram hér á síðunni. Samningsdrög voru lögð fram í síðustu viku. Það eru að renna út fleiri samningar rafiðnaðarmanna. Hjá ríkisstofnunum þ.á.m. spítulunum, RÚV og flugmálastjórn. Einnig er Orkuveitusamningurinn að renna út.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?