Fréttir frá 2008

01 25. 2008

Umfjöllun um dóm Hæstaréttar

Hér er fjallað um niðurstöðu héraðsdómara og svo Hæstaréttar.GG var dæmdur í héraðsdómi þ. 16. marz 2007 fyrir neðangreind ummæli sem fram komu í viðtölum við Sjónvarpið og Stöð 2 :   A.?... að svona dólgar sem koma svona fram við fólk að þetta er í sjálfu sér nákvæmlega sama tóbakið og þeir sem eru að flytja konur frá Austurlöndum og börn og selja þau í kynlífsþrælkun.?   B. ?Þarna eru dólgar að flytja inn bláfátækt verkafólk og notfæra sér eymd þess til þess að hagnast á því.?   C. ?Þeir eru að stinga hluta af launum þessa fólks í eigin vasa.?   D. ?Eiginkona þessa manns, sem er samlandi þessara manna, það er að segja pólsk kona, hún er að hóta því að ef þeir séu ekki þægir og góðir þessir menn þá verði þeir fluttir til Reykjavíkur og settir í alls konar skítadjobb og þeir verði látnir borga 80 þúsund kall kostnað og fyrir 1 dollara á tímann.?   E. ?Og hún gengur á milli verkstjóranna austur á Kárahnjúkasvæði og segir að ef þeir eru ekki þægir og góðir þessir Pólverjar að þá skuli þeir bara ganga í skrokk á þeim.?   F. ?Síðan eru okkur sýndir einhverjir launaseðlar sem eru svo bara tóm della. Og síðan eru okkur sýndir ráðningarsamningar sem að þeir kannski hafa aldrei séð sjálfir, þannig að þetta er svona bara skipulögð glæpastarfsemi, það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað.?   G. ?Já, konan, pólska konan, sem er annar eigandi þessa fyrirtækis, hún fór og sagði við verkstjórann, einn af verkstjórunum þarna upp frá, að ef að þeir væru með eitthvert múður þessir Pólverjar þá ætti bara að lemja þá, þeir væru vanir því úr sínu heimalandi. ?   H. ?Ja, við ætlum að fletta ofan af þessu fyrirtæki bara alfarið og við erum að vinna í því núna.?   Niðurstaða héraðsdómara Sígríðar Ólafsdóttur þ. 16. marz 2007 var dæma að öll ummæli GG ómerk og dæma stefnanda Olenu miskabætur kr. 500.000 og stefnanda, Eiði Eiríki kr. 300.000.  Jafnframt greiðslu kostnaðar við birtingu dóms kr. 200.000 og málskostnað kr. 500.000.   Niðurstaða Hæstaréttar og umsögn um hann Hæstirréttur taldi ekki hafa verið færð nægileg góðar sannanir fyrir ummælum GG í D, E og G lið í garð Olenu og dæmdi henni 250 þús. kr. í miskabætur, en að öðru leiti var GG sýknaður og hafnað öðrum kröfum um ómerkingu ummæla, ásamt því að öllum kröfum Eiðs var hafnað.   Ragnar Aðalsteinsson lögmaður GG sagði um Hæstarréttardóminn : ?Ég tel að svör við öllum grundvallarspurningum um tjáningarfrelsi hafi fallið GG í hag. Hins vegar taldi Hæstiréttur, að ummælin um konuna hafi verið staðhæfingar um staðreyndir en ekki gildisdómar. Þar af leiðandi hafi hvílt sönnunarbyrði á GG um sannindi ummælanna. Mér þykir að rétturinn hafi lagt nokkuð ríka sönnunarbyrði á GG um sannindi ummælanna, einkum með hliðsjón af vitnaframburðum.   Ég vek athygli á orðalagi í dómnum þar sem segir, að vitnaskýrslurnar feli ekki í sér ,,viðhlítandi sönnun? um hótanir eða fyrirmæli konunnar.   Fallist var á að ummæli í A og B beindust ekki að persónu hjónanna. Um ummælin í F segir rétturinn, að enda þótt ummælin, sem hafi lýst skoðun GG á stafsháttum hjónanna, hafi verið hvöss verði í ljósi allra atvika ekki séð að næg efni séu til að ómerkja þau.?   GG sagði um niðurstöðu Hæstaréttar : ?Niðurstaðan er einkennileg að því leiti að þau ummæli sem eru dæmd ómerk eru ekki mín. Þau eru beint úr fundargerð aðaltrúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu, staðfestri af 2 verkstjórum og túlki sem var á umræddum fundi.   GG finnst það sérstaklega athyglisvert í niðurstöðu Hæstaréttar að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi í raun verið ummæli fréttamanna en ekki hans sem héraðsdómur sé að dæma.   Hér er hann að vísa til þess sem stendur í dómnum ?Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að hvergi yrði séð, að ummæli GG hefðu að þessu leyti gefið fréttamanni tilefni til að nafngreina 2b fremur en aðrar starfsmannaleigur eða taka viðtal við forsvarsmenn 2b frekar en aðra. GG hefði ekki borið ábyrgð á hvernig fréttarmaðurinn kaus að setja ummæli hans í samhengi við önnur atriði. Ummælin GG hefðu ekki beinst að forsvarsmönnum 2b. Hæstiréttur sýknaði GG af kröfu forsvarsmanna 2b um ómerkingu þessara ummæla.?   GG sagði einnig : ?Það er einnig athyglisvert hvernig fréttamenn sjónvarpstöðvana fjölluðu um niðurstöðu héraðsdóms, þar minntust þeir ekki á hvers vegna þeir hefðu rætt við mig en tóku ítarleg viðtal við forsvarsmann 2b þar sem hann viðhafði harla digur orð um mig og verkalýðshreyfinguna undir prýðilegu samþykki spyrils.?   GG hélt áfram : ?Ég er næsta viss um að þeir munu ekki fjalla um niðurstöðu Hæstaréttar, en niðurstaðan er sú að ekkert af því sem ég sagði hlýtur dóm, einungis það sem stendur í fundargerð og ég fór rétt með þann texta. :Það er staðfest.?

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?