Fréttir frá 2008

01 25. 2008

Harka að færast í málin?

Mogginn segir í dag að samingstaðan sé þröng og erfið. Þessa dagana virðist loks það vera að renna upp fyrir SA og ríkisstjórninni hversu alvarleg skemmdarverk þeirra voru í fyrstu viku þessa árs og eru að hafa víðtæk áhrif. Stjórn og samninganefnd Póstmannafélags Íslands hefur í dag ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við Íslandspóst hf. til Ríkissáttasemjara. Aðilar hafa á síðustu þrem mánuðum haldið fimm fundi, var það mat samninganefndar Póstmannafélagsins að ef samningar eiga að nást þurfi aðkomu Ríkissáttasemjara að málinu.   Mogginn segir í dag að samingstaðan sé þröng og erfið. Þessa dagana virðist loks það vera að renna upp fyrir SA og ríkisstjórninni hversu alvarleg skemmdarverk þeirra voru í fyrstu viku þessa árs og eru að hafa víðtæk áhrif. Samningur sem var komin vel á veg í mótunarstigi og fyrirliggjandi samstaða um, var lagður í rúst með ótrúlega vanhugsuðum yfirlýsingum framkv.stj. SA og hægri kórinn í ríkisstjórninni var fljótur fram á sviðið og lagði undir sig alla spjallþættina.   Það lá fyrir að verkalýðshreyfingin var tilbúinn að koma sameinuðu að samningsgerð sem næði yfir þann tíma sem verða erfiðir í hagsstjórn gegn því að ríkisstjórnin kæmi að málinu á ábyrgan hátt. Þessu höfnuðu stjórnarþingmenn algjörlega og því fór sem fór.   Fyrst er að renna upp fyrir SA og ríkisstjórninni að það var ekki upp á borðum að þeir gætu bakkað út úr hluta viðræðna, en haldið svo áfram með hinn hlutann eins og ekkert hefði í skorist. Það lá mjög glögglega fyrir af hálfu af hálfu stéttarfélaganna að með þessu útspili urðu fyrirtækin að bæta umtalsvert í launakostnaðarpakkann.   Þetta gátu allir læsir og heyrandi menn séð á yfirlýsingum forsvarsmanna stéttarfélaganna í byrjun desember.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?