Fréttir frá 2008

02 5. 2008

Samningafundur

Nú hefur loks verið boðað til samningafundar milli SA og RSÍ í fyrramálið, miðvikudag 6. feb. Síðasti fundur var haldinn 17. jan. Síðan þá hafa farið fram óformlegar þreifingar, en það sem þar hefur verið á borðum hefur ekki vakið neinn áhuga iðnaðarmannafélaganna.Nú hefur loks verið boðað til samningafundar milli SA og RSÍ í fyrramálið, miðvikudag 6. feb. Síðasti fundur var haldinn 17. jan. Síðan þá hafa farið fram óformlegar þreifingar, en það sem þar hefur verið á borðum hefur ekki vakið neinn áhuga iðnaðarmannafélaganna.   Það verður spennandi að sjá hvort það sem fram kemur á fundinum vekji áhuga samninganefndarinnar. Það hefur komið fram að við vildum ekki gera langan samning nema þá með skýrum opnunarákvæðum vegna mikillar óvissu í efnahagsmálum. Í upphafi var rætt um 2ja ára samning og voru allir búnir að samþykkja þann ramma þegar SA ásamt ríkisstjórninni sprengdi það í loft upp í byrjun þess ár. Í kjölfar þess komu fram tillögur um samning til 4 ára. Þessu höfum við alfarið hafnað og viljað frekar gera stuttan samning. Nú er upp á borðum SA tillaga um eins árs samning en með framlengingarmöguleikum til 2ja ára.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?