Fréttir frá 2008

02 6. 2008

Samningafundur í dag

Í dag var samningafundur milli RSÍ og SA/SART. SA lagði fram drög að samningsformi með endurskoðun eftir eitt ár og ef þá næðist samþykki aðila þá framlengist samningurinn til tveggja ára, en með endurskoðun á miðjum tímanum. Að loknum fundinum fór samninganefnd RSÍ yfir samningsdrögin og lagði fram seinni partinn í dag fram hugmyndir sínar um hvað hún teldi að gera þyrfti til þess að viðræður geti haldið áfram. Raunsætt er að gera ráð fyrir að um komandi helgi verði ljóst hvort alvöruskriður komist á viðræður, að öðrum kosti má gera ráð fyrir að allt fari í alvarlegan hnút. Í dag var samningafundur milli RSÍ og SA/SART. SA lagði fram drög að samningsformi með endurskoðun eftir eitt ár og ef þá næðist samþykki aðila þá framlengist samningurinn til tveggja ára, en með endurskoðun á miðjun tímanum. Við upphaf samningstíma er gert ráð fyrir launatryggingu sem mælir 12 mánuði afturvirkt, hafi starfsmaður fengið minna launaskrið á þeim tíma er samkomulag fær hann það sem upp á vantar. Hafi starfsmaður fengið meira launaskrið fær hann ekkert. Að auki hækka allir lágmarkstaxtar í almenna launakerfinu um ákveðna krónutölu, sama gerist í ársbyrjun 2009 og 2010.   Stærðir í þessum tillögum miðast við það sem rætt hefur verið í viðræðum við Starfsgreinasambandið undanfarin mánuð. En samsetning þess opna markaðslaunalaunakerfis sem rafiðnaðarmenn nota á almennum markaði er með allt öðrum hætti en þessi samningsdrög gera ráð fyrir.   Að auki var farið á fundinum ítarlega yfir kröfugerð RSÍ, en þar var lögð megináhersla lengingu orlofs um 2 daga og aukins námsorlofs. Einnig var lögð áhersla í kröfugerð um endurskoðun ?línunar? á höfuðborgarsvæðinu. En ákvæði hennar er algjörlega óásættanleg eins og þau eru í dag, en hún var sett upp við gerð þar síðsutu kjarasamninga og miðast við orkusveitusvæði Orkuveitunnar. Það hefur eins amk öllum rafiðnaðarmönnum er vel kunnugt breyst umtalsvert á undanförnum árum.   Auk framangreind eru allmörg atriði sem unnið hefur verið að í vinnuhópum á vegum ASÍ á undanförnum vikum. Þar ber hæst áfallatryggingasjóður, ýmis atriði sem hafa valdið deilum í ráðningarsamningum eins og uppsagnarákvæði, ákvæði um ráðningu hjá samkeppnisaðila, útreikninga á yfirvinnu og desemberuppbóta og fl.   Að loknum fundinum fór samninganefnd RSÍ yfir samningsdrögin og lagði fram seinni partinn í dag fram hugmyndir sínar um hvað hún teldi að gera þyrfti til þess að viðræður geti haldið áfram. Raunsætt er að gera ráð fyrir að um komandi helgi verði ljóst hvort alvöruskriður komist á viðræður, að öðrum kosti má gera ráð fyrir að allt fari í alvarlegan hnút.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?