Fréttir frá 2008

02 15. 2008

Samingar á lokastigi

Á fundi miðstjórnar í dag var farið yfir þau samningsdrög sem liggja fyrir samninganefnd sambandsins. Þar er gert ráð fyrir að samningstími verði til október 2010.Á fundi miðstjórnar í dag var farið yfir þau samningsdrög sem liggja fyrir samninganefnd sambandsins. Þar er gert ráð fyrir að samningstími verði til október 2010.   Launahækkanir Lágmarkstaxtar hækki við undirritun um kr. 21.000, árið 2009 um kr. 17.500 og árið 2010 um kr. 10.000.   Við undirskrift er gert ráð fyrir að þeir rafiðnaðarmenn sem ekki hafi fengið a.m.k 5.5% hækkun frá janúar 2007 fá það sem upp á vantar. En fyrir starfsmenn sem hófu starf síðar en fyrir september er launatrygging 4.5%.   Þann 1. apríl fá rafiðnaðarmenn 3,5% launahækkun en frá henni dragast hækkanir á launum starfsmanns eftir gildistöku samningsins. Þann 1. feb. 2010 hækki laun um 2.5%.   Reiknitala ákvæðisvinnu hækkar um 5.5% og sérstaklega um 2,5% 2009.   Einnig er nýtt ákvæði um að sinni rafiðnaðarmaður flokksstjórn skal greiða honum 15% stjórnunarálag á þau laun sem hann ella er á.   Desember og orlofsuppbót nema í starfsþjálfun hækkar og verður sú sama og sveinum.   Nýir taxtar Ákvæði eru um nýja lágmarkstaxta rafiðnaðarmanna að loknu 2ja ára fagnámi sem verði 80% af sveinskaupstaxta.   Einnig er ákvæði um lágmarkstaxta með viðkennd starfsréttindi en uppfylla ekki skilyrði um sveinspróf skv. íslenskum reglum eða eftir 3ja ára fagnám verði 90% af sveinskaupstaxta.   Lengra orlof Ákvæði er um 30 daga orlof eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki en var 28 dagar áður. Hraðari ávinnsla er á öðrum stigum orlofs.   Fleiri veikindadagar vegna barna Veikindadagum vegna barna fjölgar úr 10 dögum í 12 daga.   Lenging á námskeiðstíma Heimilid til námskeiðssóknar á fagtengd námskeið án þess að glata launum lengist úr 24 tímum í 40 tíma.   Línan Í núgildandi kjarasamning er línan á höfuðborgarsvæðinu bundin við orkuveitusvæði, var í lagi þegar það ákvæði var samið en nú nær okurveitusvæðið allt frá Hveragerði upp í Borgarfjörð. Nokkuð hefur borið á að rafiðnaðarmenn voru sendir um allangan veg til þess að mæta á vinnustað í eigin tíma og á eigin kostnað. Samkomulag náðist um að marka svæðið við samfellda þéttbýliskjarna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en nær þó ekki til Kjalarnes. Greiða eigi sérstaklega fyrir allan akstur til byggingarstaða sem eru fjær en 1 km utan þéttbýliskjarna. Sé starfsmanni gert að mæta á eigin bíl sem er fjær heimili en verkstæði á áð greiða sérstaka þóknun fyrir það.   Atriði á sameiginlegum grunni Auk þessa eru nokkur ákvæði sem unnin hafa verið á sameiginlegum grunni ASÍ félaganna. Hér eru ákvæði sem hafa valdið deilum milli fyrirtækja og starfsmanna og þarfnast skýrari ákvæða. Þar á meðal eru ákvæði um rökstuðning uppsagna, stórverkefnasamning í stað virkjanasamning, vinnustaðaskiríki, laun í erlendum gjaldmiðli, um stofnun endurhæfingarsjóðs, stórhækkunm slysatrygginga og skilmerkari skilmálar þeirra, skilgreiningar á atvinnusjúkdómum, vikulegir frídagar,  og fleira.   Aðkoma ríkisstjórnar Samtök launamanna hafa gagnrýnt hvernig ríkisstjórnir síðustu ára hafa markvisst látið skerðingarmörk bótakerfis sitja eftir í efnahagsþróuninni þannig að skattbyrði hinna efnaminni hefur vaxið um um allt að 7% á undanförnum árum eins og Indriði Þorlákssonn fyrrv. skattstjóri benti á í greinum sínum um skattamál nýverið. Á þetta hafa samtök launamanna bent á undanförnum árum en uppskeran verið takmörkuð. Þá helst í formi greina sendiboða stjórnvalda þar sem beitt er villandi meðaltölum til þess að réttlæta skattastefnuna.   Það kerfi sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hefur komið á er ótrúlega galið, en ASÍ félögin lögðu fram tillögur um breytingar á þesusm atriðum þ. 12. des. síðastliðinn. Þar er bent á að skerðingar í barnabótakerfinu hefjast við 96 þús. kr. Sem hefur leitt til þess að barnabætur hafa að raungildi lækkað verulega á undanförnum árum. Sama má segja um vaxtabótakerfið skerðingar hefjast við 8 millj. kr eign skerðast út við 13 millj. kr. Vaxtabætur hafa lækkað að raungildi um allt að 3 milljörðum kr. á undanförnum árum. Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun í landinu og hefst innan við 100 þús. kr. en það mark ætti að vera nær 150 þús. kr.   Ríkisvaldið er auk þess með skattlagningu tekið til við að seilast í þá sjóði sem launamenn og fyrirtækin hafa kosið að greiða í. Kannanir sína að við er langt að baki þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í stöðu menntamála. Aðilar vinnumarkaðs hafa brugðist við með því að greiða í starfsmenntasjóði, sem ríkissvaldið hefur á sinn mótsangarkennda hátt tekið upp á að skattleggja.   Starfsmenntun í atvinnulífinu og símenntun er forsenda þess að á íslenskum vinnumarkaði séu vel menntaðir starfsmenn sem tryggja sveigjanleika fyrirtækja og þá um leið samkeppnisstöðu þeirra. Stefna íslenskra stjórnvalda gengur þvert á stefnu nágrannaríkja okkar sem gera allt til þess að tryggja öfluga starfsmenntun í formi símenntunar með því að veita til þess umtalsverðu fjármagni og skattfríðindum.   Menn áttu von á að ríkisstjórnin hefði undurbúið sig undir að svara þessum tillögum nú 14 feb. eða tveim mánuðum síðar en svo var ekki.   Hvað næst?  Þegar þetta er skrifað kl. 16.30 þá verður næsti fundur samninganefndar kl. 17.30 á eftir. Síðar í kvöld verður svo farið yfir stöðu sameiginlegra mála. Reikna má með að á morgun gæti orðið ljóst hvort gengið verði frá samningum á þessum nótum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?