Fréttir frá 2008

02 28. 2008

Kosningar og fundir

Nú er lokið fundum á nokkrum stöðum á landinu þar sem nýgerður kjarasamningur hefur verið kynntur. Á föstudag 29. febrúar verður samningur kynntur á Austfjörðum og á mánudag verður fundur hér í Reykjavík. Einnig er búið að senda samning ásamt skýringum og atkvæðaseðil til allra sem eru á kjörskrá. Sameiginleg kjörskrá er fyrir öll aðildarfélög RSÍ að venju.Nú er lokið fundum á Selfoss, Vestmannaeyjum, Keflavík, Ísafirði, Akranesi, Sauðárkrók og Akureyri um nýjan kjarasamning. Á morgun 29. feb. verður fundur á Reyðarfirði og á mánudag 3. marz verður fundur í félagsmiðstöðinni í Stórhöfða 31. Nýr samningur ásamt skýringum og atkvæðaseðli var sendur til allra sem eru á kjörskrá og á að vera kominn í hendur þeirra félagsmanna sem vinna á almenna samningnum. Ef einhverjir sem telja sig eiga að vera á kjörskrá,en hafa ekki fengið atkvæðaseðil, eru beðnir um að hafa samband vð skrifstofuna. Að venju er sameiginleg kjörskrá fyrir öll aðildarfélög RSÍ. Atkvæðaseðil þarf að setja í póst í síðasta lagi á fimmtudag 6. marz. Talið verður kl. 12.00 mánudag 10. marz. Félagsmenn eru eindregið hvattir til þess að senda inn atkvæði sitt.    

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?