Fréttir frá 2008

03 2. 2008

Um meiðyrðamál

Í nokkrum tilfellum hefur verið vitnað til deilu starfsmannaleigunnar Tvö lítil bjé við formann Rafiðnaðasambandsins vegna meiðyrðadóma undafarið. Hér á neðar eru nokkur þeirra.Í nokkrum tilfellum hefur verið vitnað til deilu starfsmannaleigunnar Tvö lítil bjé við formann Rafiðnaðasambandsins vegna meiðyrðadóma undafarið. Hér á neðar eru nokkur þeirra.   ?Formaður Rafiðnaðarsambandsins var dæmdur til að greiða forsvarsmönnum starfsmannaleigu 1,5 milljón króna í miskabætur og málskostnað. Hann hafði látið hörð orð falla um vinnubrögð fyrirtækisins 2B í garð pólskra verkamanna við Kárahnjúka. Hann hafði reynt að gæta hagsmuna lítilmagnans, sem fyrirtækið hafði fótum troðið. Dómurinn fylgir nýjum sið íslenzkra dómstóla að dæma háar fébætur fyrir meiðyrði og brot á persónufrelsi. Þessir misvitru dómar munu smám saman draga úr gegnsæi þjóðfélagsins, efla fasisma og leiða vandræði yfir þjóðfélagið.?   ?Guðmundur Gunnarsson var dæmdur fyrir sönn ummæli um starfsmannaleigu sem níddist á útlendingum. Það má semsagt fara illa með Pólverja en það er lögbrot að segja frá því.?   ?Hæstiréttur sýknar formann Rafiðnaðarsambandsins af flestum ummælum sem hann hlaut dóm fyrirví Héraðsdómi. Það var mat Hæstaréttar að í nokkrum tilfellum voru það fullyrðingar blaðamannanna sem tóku viðtalið, en ekki Guðmundar sem Héraðsdómari hafði dæmt ómerk.   En eftir stóðu ummæli Guðmundar þar sem hann er að svara spurningum blaðamanns um fundargerð fundar sem aðaltrúnaðarmaður hélt með pólverjunum á svæðinu. Þar kom m.a. fram að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar hefðu hvatt verkstjóra á svæðinu að ganga í skrokk á pólverjunum, þeir væru vanir því frá heimaslóðum. Túlkur sem var á fundinum ásamt tveim verkstjórum á Kárahnjúkasvæðinu höfðu staðfest það fyrir Héraðsdómi að fundargerðin væri rétt.   Hæstiréttur taldi að þetta væri ekki fullsannað og taldi 250 þús. kr. væri hæfileg sekt. En eftir stendur spurningin um  hverra ummæli Hæstiréttur sé að dæma ómerk. Allavega ekki Guðmundar."   Það er umhugsunarefni hvernig fréttamenn fjalla um svona mál. Hvers vegna fjalla þeir ekki um sína aðkomu?    Hvers vegna tóku fréttamenn langt viðtal við forsvarsmann starfsmannaleigunnar þar sem hann úthúðaði Guðmundi og verkalýðshreyfingunni, þegar dómur Hérðasdóms féll. En þegar Hæstiréttur fellir sinn dóm og sýknar Guðmund, er ekkert fjallað um þá niðurstöðu.   Í þessu tilfelli má benda á fjölmörg mál þar sem forsvarsmenn fyrirtækja og ekki síður lögmenn þeirra hafa viðhaft gífuryrði um starfsmenn stéttarfélaganna, þar fá þeir frían aðgang að Kastljósi og fréttum, en svo þegar það kemur síðar í ljós að starfsmenn stéttarfélaganna höfðu í einu og öllu rétt fyrir sér þá er ekki minnst á það einu orði í fréttatímum.      Í umfjöllun miðstjórnar Rafiðnaðarsambandsins um þetta mál á sínum tíma, kom fram tilllaga um að þar sem formaður sambandsins væri að sinna störfum fyrir sambandið og stæði töluvert framar mörgum öðrum í víglínuninni í baráttu fyrir stöðu þeirra sem minnst mættu sín.   Það væri því sannarlega hlutverk sambandsins að vera þátttakandi í þeirri baráttu og standa að baki starfsfólki sambandsins. Miðstjórn væri ánægð með það hvernig Guðmundur hefði tekið á þessum málum og það væri hlutverk sambandsins að greiða þann stríðskostnað.   Fyrir fundinum lá að allmargir höfðu leitað til formanns sambandsins og viljað fá að taka þátt í að greiða sekt sem af því hlytist að segja sannleikann á Íslandi í dag. Þar á meðal voru þekktir rithöfundar og tónlistamenn.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?