Fréttir frá 2008

03 3. 2008

Mikið af stórum verkefnum komin í gang

Það er erfitt að fóta sig á hvers vegna stjórnmálamenn tala í sífellu um að verkefni í atvinnulífinu séu ekki til staðar, nema þá að hafist verði nú þegar handa við byggingu á álverum í Helguvík og Bakka, ásamt stækkun álvers í Straumsvík og orkuverum samhliða því.Það er erfitt að fóta sig á hvers vegna stjórnmálamenn tala í sífellu um að verkefni í atvinnulífinu séu ekki til staðar, nema þá að hafist verði nú þegar handa við byggingu á álverum í Helguvík og Bakka, ásamt stækkun álvers í Straumsvík og orkuverum samhliða því. Og svo vitanlega olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Það er reyndar næsta víst að þessar framkvæmdir munu fara af stað ekki langt inni í framtíðinni.   Í dag er vel á veg kominn 3ja hæða bílakjallari undir einu stærsta og flóknasta húsi landsins í miðborginni, tónlistahúsið. Þar á að byggja að auki stórt hótel næsta vetur , viðskiptahöll World Trade Center og verzlunarmiðstöð með enn stærra bílastæðahúsi.   Þessu samfara þarf að koma Sæbrautinni á þessu ári í gegnum hafnarsvæðið út á hið mikla athvafnasvæði í gamla Slippnum og á Grandasvæðinu, þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar við byggingu margra stórra húsa.   Við fótinn á Öskjuhlíðina ofan Nauthólsvíkur er hafinn uppbygging á feykilega miklum byggingum Háskóla Reykjavíkur og búið að steypa sökkla á nokkrum hinna geysistóru bygginga. Það dæmi gengur heldur ekki upp nema með miklum endurbótum á umferðaræðum í báðar áttir og byggingu bílastæðahúss.   Á þessu ári eru fyrirhugað að hefja eyðslu á símapeningum með því að hefja framkvæmdir við Landsspítalann. Þar mun á annað þúsund byggingariðnaðarmenn vinna við uppbyggingu á næstu 3 árum.   Það var verið að ganga frá samningum um að byggja feykilega stórt gagnaver á Keflavíkurflugvelli, sem kallar á 25 megawatta orkuver. Auk þess eru framkvæmdir við álþynnuverksmiðju á Akureyri að hefjast.   Landsvirkjun hefur látið það koma fram að til standi að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, en öllum undirbúningsframkvæmdum er lokið fyrir allnokkru, leggja alla vegi og báðir gangnamunnar tilbúnir til jarðgangnaframkvæmda.   Þessar framkvæmdir munu kalla á töluvert fleiri byggingariðnaðarmenn en voru við framkvæmdirnar fyrir austan.   Það er svo allt önnur pæling hvort þetta skili auknum tekjum í þjóðarbúið, nema þá Álþynnuverksmiðjan og Gagnaverið. Og svo hinn póllinn hvort styrkja eigi byggð í landinu með uppbygging á álverum og olíuhreinsistöð.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?