Fréttir frá 2008

03 4. 2008

Kjörfundur framlengdur

Nú er kynningarfundum um nýgerðan kjarasamning lokið. Yfir stendur allsherjar póstatkvæðgreiðsla. Borið hefur á því að félagsmenn telja sig ekki hafa fengið atkvæðaseðla. Nú er kynningarfundum um nýgerðan kjarasamning lokið. Yfir stendur allsherjar póstatkvæðgreiðsla. Borið hefur á því að félagsmenn telja sig ekki hafa fengið atkvæðaseðla.   Því til skýringar má benda á að Rafiðnaðarsambandið er með fjölmarga kjarasamninga og þar af leiðandi eru jafnmargrar kjörskrár.   Þeir sem áttu að fá atkvæðaseðla senda eru þeir sem taka laun samkvæmt almenna samningnum.   Það eru vel á þriðja þúsund rafiðnaðarmenn sem ekki eiga kjósa núna. Það eru þeir sem vinna hjá; ·       Álverunum, Sementsverksmiðjunni og Steinullarverksmiðjunni sem allar eru með sérsamninga, ·       Ríkinu og stofnunum þess eins og spítulum, RÚV, Þjóðleikhúsi og Flugmálastjórn ·       Landsímanum, Ratsjárstofnun ·       Reykjavíkurborg, Borgarleikhúsi ·       Orkuveitu Reykjavíkur ·       Sveitarfélögum og bæjarveitum. Hitaveitu Suðurnesja, Norðurorku ·       RARIK, Landsvirkjun, Landsneti ·       Fyrirtækjum innan Félags íslenzkra stórkaupmanna.   Það eru þrír samningar að renna út núna þessa dagana það er Orkuveitunnar, Ríkisins og Félagi íslenzkra stórkaupmanna. Hinir renna út í nóvember næstkomandi.     Við nánari könnun hefur komið í ljós að starfsmenn nokkurra fyrirtækja á almenna samningnum hafa ekki fengið senda atkvæðaseðla og voru þeir sendir út í gær. Nú er unnið við að kemda félagsskránna og athuga hvort það séu fleiri.   Vegna þessa hefur verið ákveðið að framlengja skilafrest frá hádegi 10. marz til hádegis miðvikudags 12. marz. Meginmál]

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?