Fréttir frá 2008

03 13. 2008

Helstu atriði sem breytast við samþykkt almenna kjarasamningsins.

Hér að neðan eru talin upp helstu atriði sem breytast hvað varðar launakjör frá og með 1. feb. síðastl. Hvað varðar ítarlegir upplýsingar er vísað í kjarasamninginn Helstu atriði sem breytast við samþykkt almenna kjarasamningsins. Hér að neðan eru talin upp helstu atriði sem breytast hvað varðar launakjör frá og með 1. feb. síðastl. Hvað varðar ítarlegir upplýsingar er vísað í kjarasamninginn    Launabreytingar gilda frá 1. feb. 2008. Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna hækka um 21.000 kr. frá 1. febrúar 2008 Mán.l. Vikul. Dagv. Yfirv. Stórh.v Lágml. rafm. + 2 ára nám 166.275 38.372 959 1708 2286 Lágm.l rafm. eftir 3ára nám 189.427 43.715 1093 1945 2605 Lágm.laun rafiðnaðarsv. 210.474 48.572 1214 2162 2894 Lágm.laun raf.sveins eftir 1 ár 214.825 49.576 1239 2206 2954 Lágm.laun raf.sveins eftir 3 ár 219.285 50.605 1265 2252 3015 Lágm.l rafm e 5 ár + mbréf 238.268 54.986 1375 2447 3276   Lágmarkslaunahækkun er við gildistöku samningsins er 5,5% fyrir þá starfsmenn sem voru í starfi hjá sama launagreiðanda 1. janúar 2007. Frá þessari hækkun dragast launahækkunir sem starfsmaður hefur fengið frá 2. janúar 2007 til og með gildistöku samningsins. Þetta er gert með því að bera saman föst laun eins og þau voru eftir áramótahækkunina 2006/07 við föst laun eins og þau voru í jan 2008. Ef launin hafa ekkert hækkað þá ber starfmanni 5,5% hækkun. Ef hann hefur t.d. fengið 3% hækkun þá á hann rétt á 2,5% hækkun.   Ef starfsmaður hefur hafið störf á tímabilinu frá 2. janúar 2007 til loka september 2007, þá er launatryggingarkvæðið 4,5%.   Reiknitala ákvæðisvinnu verður 405,78 kr.   Orlofsdagar verða frá og með í sumar miðaðir við eftirfarandi Eftir 5 ár í rafgreinum er orlof 25 virkir dagar og orlofslaun 10,64%. Eftir 10 ár í rafgreinum er orlof 27 virkir dagar og orlofslaun 11,59%. Eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki er orlof 28 virkir dagar og orlofslaun 12,07%. Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki er orlof 29 virkir dagar og orlofslaun 12,55%. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2009 breytast 29 dagar í 30 daga og orlofsprósentan í 13,04%. Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama vinnuveitanda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir þriggja ára starf.   Veikindagar vegna barna verður 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili í stað 10 daga.   Fagtengd námskeið í vinnutíma, starfsmaður hefur rétt á að verja vinnutíma til setu á fagtengdun námskeiði að eigin vali breytist úr 12 dagvinnustundum á ári í 16 dagvinnustundir. Í stað 24 dagvinnustunda annað hvert ár kemur nýtt ákvæði um að rafiðnaðarmenn sem unnið hafa þrjú ár samfellt hjá sama fyrirtæki skulu eiga rétta 40 dagvinnustundum annaðhvert ár til námsskeiðssetu á fagtengdum námskeiðum án skerðingar á föstum launum, þó þannig að a.m.k. helmingur námskeiðsstunda sé í hans eigin.   Línunni á höfuðborgarsvæðinu var breytt þannig að í stað veitusvæðis Orkuveitunnar er það nú skilgreint að svæðið afmarkist við samfellda byggð af Reykjavík (að Kjalarnesi undanskildu), Mosfellsbæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði og Sveitarfélagið Álftanes. Sé vinnustaður fjær en einn kílómetri frá ytri mörkum samfelldrar byggðar telst hann utan svæðis og þá ferðast starfsmaður í vinnutíma og á kostnað fyritækis.   Þar tilbótar var samið um greiðslu til starfsmanns ef hann notar eigin bifreið til að flytja efni, verkfæri eða tæki í eigu vinnuveitanda milli heimilis og tímabundins vinnustaðar í upphafi og lok vinnudags, skal greiða sérstaka þóknun, 15% af kílómetragjaldi eins og það er hverju sinni, þó að lágmarki 8 og hámarki 16 kílómetra á dag.   Orlofsuppbót verður 2008 kr. 24.300 og desember uppbót kr. 44.100.   Tryggingar starfsmanna hækka umtalsvert   Uppsagnir skulu vera skriflegar. Starfsmaður á rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?