Fréttir frá 2008

03 18. 2008

Ríkistjórn á að koma að endurskoðun forsenda kjarasamninga nú

Ávinningur kjarasamninga er horfinn og almenningur ætlast til þess að ríkisstjórn komi að úrbótum í efnahagsmálum. Það er ekki almenningur einn sem á blæða á sama tíma og ríkissjóður hagnast meir en nokkru sinni.Forsætisráðherra var með venjubundnar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í hádeginu. Hún ætlar ekki að taka upp efnahagsstjórn.   Þetta segir ríkisstjórnin þó svo að ávinningur af kjarasamningum er horfinn og almenningur ætlast til þess að hún komi að úrbótum í efnahagsmálum. Það er ekki almenningur einn sem á blæða á sama tíma og ríkissjóður hagnast meir en nokkru sinni.   Ríkisstjórnin á að lækka skatta með því að flýta umsömdum hækkunum á persónuafslætti og láta hann koma til framkvæmda á þessu ári og því næsta.   Ríkisstjórnin á að hækka eignastuðla í vaxtabótakerfinu og setja þá í 20 millj. kr. Hún á að samþykkja fjármuni til tilbúinna aðgerða Jóhönnu í húsnæðismálum. Þar gæti ríkisstjórnin nýtt þær 600 millj. kr. sem verða til við afnám eftirlaunafrumvarpsins.   Ríkisstjórnin á að gera ráðstafnir til þess að verð á matvælum lækki með því að afnema verndartolla.   Ríkissjóður stendur vel og hann á að koma til móts við heimilin í landinu með aðgerðum áður en fleiri falla í verðbólgubálinu.   Ríkisstjórnin á að hefjast strax handa við að taka til í efnahagslífinu. Þar breytir í raun engu hvort við ætlum að gera okkur hæf til þess að sækja um aðild eða ekki að ESB, það er þörf á tiltekt.   Ríkisstjórnin á að efla innviði samfélagsins með því að bæta samgöngur og byrja á því að efla innanlandsflug strax með því að gera samkeppnisaðilum heimilt að hefja starfsemi.   Það liggur fyrir að stórkostlegra úrbóta er þörf í aðstöðu öryrkja og aldraðra þau verkefni eiga að vera í verkefnalista þessa árs.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?