Fréttir frá 2008

03 19. 2008

Átak í verknámi í Reykjavík

Það er mjög gott ef stjórnmálamenn ætla sér lagfæra framkomu sína gagnvart verknámi.  Eftir lestur tillagna sjálfstæðismanna í borgarstjórn um bætt verknám í Reykjavík kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvernig stendur á því að stjórnmálamenn hlusta ekki á það sem fram fer í daglegri umræðu og hvers vegna þeir kynna sér ekki betur forsendur þeirra mála sem þeir fara fram með.Eftir lestur tillagna sjálfstæðismanna í borgarstjórn um bætt verknám í Reykjavík kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér, hvernig stendur á því að stjórnmálamenn hlusta ekki á það sem fram fer í daglegri umræðu og hvers vegna þeir kynna sér ekki betur forsendur þeirra mála sem þeir fara fram með. Hvers vegna er ekki rætt við fræðslumiðstöðvar iðnaðarmanna við undirbúning nýrra tillagna. Þar eru að störfum fjölmargir einstaklingar með mikla reynslu og vita manna best hvar skóinn kreppir.   Fræðslumiðstöðvar iðnaðarmanna hafa haldið fjölmargar ráðstefnur og fundi á undanförnum árum, þar sem reynt hefur verið að koma á framfæri sjónarmiðum um hvað þurfi að lagfæra hvað varðar verknám. Ekki sjást stjórnmálamenn á þeim ráðstefnum.   Undanfarna áratugi hafa iðnaðarmannafélögin varið tugum milljóna til þess að kynna starfs- og verkmenntun og ekki náð eyrum stjórnmálamanna. Þar má t.d. nefna að Rafiðnaðarsambandið setti 11 millj. kr. í að búa til mjög vandaðan tölvudisk fyrir 2 árum með margþættu efni um rafiðnaðargreinar og störf í í rafiðnaði. Rafiðnaðarnám og verknámskóla. Þessum disk hefur undanfarna vetur verið dreift í alla grunnskóla landsins. Auk þess að starfsmenn sambandsins hafa farið í grunnsskólana og kynnt diskinn og rafiðnaðargeirann.   Það væri verðugt verkefni fyrir stjórnmálamenn að byrja á því að taka tillit til ítrekaðra ályktana iðnaðarmannafélaganna um að lækka efnisgjöld í verknámskólum. Í dag er það svo að það kostar foreldra allt að 50 þús. kr. á önn meir að senda barn sitt í verknám en bóknám. Þetta er einn af stærstu hemlum þess að foreldrar sendi börn sín í verknám.   Iðnaðarmannafélögin hafa áratugum saman kvartað undan skilningsleysi stjórnmálamanna hvað varðar aðstöðu verknáms. En stjórnmálamenn hafa sett verknámsaðstöðu við hlið bóknáms. Augljóslega verður kennsluasðstaða að vera með allt öðrum hætti í verklegri kennslu.   Undanfarið hafa stjórnmálamenn með Menntamálaráðuneytið í broddi fylkingar verið að hækka deilitölu í hópa í verknámi og voru með tillögur um það í fyrra að fara með þá upp í 18. Sem þýðir að verknám er nánast orðið óframkvæmanlegt nema þá í allra stærstu skólum. Alls staðar í hinum vestræna heimi er talið óframkvæanlegt að vera með verklega kennslu í stærri hópum en 12. Allar verklegar kennslustofur eru miðaðar við þá tölu.   Á undanförnum árum hefur það komið fram í allmörgum rannsóknum hversu laklega hefur verið búið að raungreinakennslu í grunnskólum. Það væri verðugt verkefni fyrir stjórnmálamenn að taka sér tak í þeim efnum og byggja upp alvöru tilraunakennslustofur. GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?