Fréttir frá 2008

03 29. 2008

Sambandsstjórnarfundur 2008

Dagana 24. og 25. apríl verður sambandsstjórnarfundur RSÍ haldin í Borgarnesi. Í sambandsstjórn sitja 44 einstaklingar. Sambandsstjórnarfundur er ársfundur sambandsins árin milli þinga.Dagana 24. og 25. apríl verður sambandsstjórnarfundur RSÍ haldin í Borgarnesi. Í sambandsstjórn sitja 44 einstaklingar. Sambandsstjórnarfundur er ársfundur sambandsins árin milli þinga. Meginverkefni fundarinns er að fara yfir ársreikning næstliðins árs. Ásamt starfinu og verkefnum þessa árs. Einnig er eitt af verkefnum fundarins að fara yfir starfsreglur Styrktarsjóðs og kanna hvort þörf sé að breyta áherslum í styrkveitingum. Á þessum fundi verður einnig flutt erindi um rafmagnsslys og afleiðingar þeirra. Þessi fyrirlestur var samin af tveim norskum sérfræðingum sem hafa gert mjög umfangsmiklar rannsóknir á þessum slysum og margþættum afeiðingum þeirra. Þar kemur ma. fram að að þar sé að mun fleiru að hyggja en þeir skaðar sem eru sjáanlegir. Oft sé um mum meiri skaða í innri brunum og andlegum áföllum sem ekki komi fram fyrr en mun síðar. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?