Fréttir frá 2008

04 9. 2008

Becromal reisir aflþynnuverksmiðju

Í gær var forsvarsmönnum viðkomandi stéttarfélaga boðið til upplýsingafundar um fyrirhugaða aflþynnuverksmiðju Becromal, sem á að fara að reisa á Krossanesi við Eyjafjörð rétt utan við Akureyri   Í gær var forsvarsmönnum viðkomandi stéttarfélaga boðið til upplýsingafundar um fyrirhugaða aflþynnuverksmiðju Becromal, sem á að fara að reisa á Krossanesi við Eyjafjörð rétt utan við Akureyri, í stað bræðslanna sem þar voru.   Framleiðslan í Krossanesi mun hefjast í haust og þá verða ráðnir um 40 starfsmenn, þar af 3 rafiðnaðarmenn. Á næsta ári verður verksmiðjan stækkuð um helming og starfsmönnum fjölgað. Flestir starfsmannanna munu starfa á 8 tíma vöktum, en rafiðnaðarmennirnir munu standa dagvaktir. Reiknað er með því að í vor verði gengið til samningu um kjör starfsmanna og ráðningar munu hefjast þegar líður á sumarið.   Becromal er ítalskt fyrirtækið sem hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. Eva Rosenthal kynningarstjóri fyrirtækisins dóttir núverandi eigenda verksmiðjunnar sá um fundinn hér, en það var afi hennar sem stofnaði hana árið 1955. Becromal er með um 16% markaðshlutdeild í þynnum fyrir rafþétta.   Becromal mun kaupa 75 MW afl frá Landsvirkjun og fyrirtækið á kost á að auka kaupin í 100 MW síðar. Orkuþörf verksmiðjunnar verður um 640 GWh á ári í upphafi sem er um fimm sinnum meira rafmagn en Eyjafjarðarsvæðið notar árlega og samsvarar nálægt 10% aukingu í eigin raforkuframleiðslu Landsvirkjunar frá síðasta ári.   Landsvirkjun mun ekki þurfa að virkja vegna þessarar orkusölu, en það flýtir vitanlega fyrir þörf á nýjum virkjunum. En styrkja þarf flutningskerfi Landsnets á Norðurlandi. Frumstig framleiðslunnar fer fram í verksmiðju fyrirtækisins í Milano á Ítalíu. Þar er álþynnum rennt í gegnum sérstaka meðferð sem miðar af því að gera yfirborðið sem mest með efnameðferð og götun. Síðan eru þynnurnar sendar í verksmiðjur sem fyrirtækið rekur í Noregi og Bandaríkjunum og það er að byggja þá þriðju hér.   Í þessum verksmiðjum er álþynnunum rennt í gegnum sérstaka rafgreinimeðferð sem krefst töluverðrar orku. Að því loknu eru þynnurnar seldar til raftækjaframleiðenda sem framleiða þétta. Aflþynnuframleiðsla er sérhæfð hátækni sem losar ekki gróðurhúsalofttegundir en skapar um 90 ný gæðastörf. Hráefnið er valsað og afar hreint hágæðaál sem er rafhúðað í sérhönnuðum vélasamstæðum. Afurðin; aflþynnur eru svo notaðar í rafþétta.   Það er vaxandi eftirspurn er eftir háspenntum þéttum með miklum áreiðanleika og er Becromal leiðandi framleiðandi á aflþynnum í slíka þétta. Útflutningsverðmæti verksmiðjunnar verður um 7-9 milljarðar á ári.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?