Fréttir frá 2008

05 7. 2008

HB Grandi varpar starfsfólki á dyr.

HB Grandi rak fyrirvaralaust alla starfsmenn Síldarbræðslu Granda á Akranesi í vikunni. Starfsmönnum var réttur miði þar sem stendur; Þér er hér með sagt upp störfum. Þér mun verða greiddur löglegur uppsagnarfrestur. Óskum þér hins besta í framtíðinni. Forstjóri HB Granda mætti svo í fjölmiðla og sagði nýir starfsmenn muni taka við og ekki sé óskað að eldri starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn og gefur í skyn að starfsmenn hafi unnið sér eitthvað alvarlegt til saka.  HB Grandi tók þá ákvörðun að reka fyrirvaralaust alla starfsmenn Síldarbræðslu Granda á Akranesi í vikunni. Stafsmenn fengu fyrirvaralaust og án nokkurra útskýringa bréf þar sem stendur; Þér er hér með sagt upp störfum. Þér mun verða greiddur löglegur uppsagnarfrestur. Óskum þér hins besta í framtíðinni.   Eggert Guðmundsson forstjóri mætir svo í viðtal við fjölmiðla og segir að nýir starfsmenn muni taka við og ekki sé óskað að eldri starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Þetta er einungis gert ef starfsmenn hafa unnið sér eitthvað alvarlegt til saka. Hvað er hann að gefa í skyn?   Um er að ræða starfsmenn með að baki yfir 2ja áratuga farsæl störf hjá fyrirtækinu. Fyrirvaralaust án nokkurra skýringa eru þeir sendir heim og nýir ráðnir. Þeir eru búnir að verja öllum sínum bestu starfsárum hjá fyrirtækinu. Þessir starfsmenn hafa staðið með fyrirtækinu í niðursveiflum, en eru nú komnir á seinni hluta starfsferils síns.   Forstjóranum finnst við hæfi að senda þeim tóninn í gegnum fjölmiðla og segja að hér sé um úrelta hluti sem hann hafi ákveðið að henda. Honum dugar ekki að niðurlægja trygga starfsmenn sína til margra ára með fyrirvaralausri uppsögn án nokkurra skýringa. Hann mætir svo í fjölmiðla og stráir salti í sárin og rýrir möguleika þeirra að komast í önnur störf. ?Þeir eru ekki nothæfir? segir forstjórinn. Vinnubrögð fyrirtækisins og forstjórans er ódrengilegur rógburður.   Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð. HB Grandi er stórt fyrirtæki og því ber skylda til þess að sjá til þess að menn sem hafa verið þátttakendur í uppbyggingu þess og tekið þátt í súru og sætu, geti lokið starfsferli sínum með reisn. Fyrirtækið getur ekki varpað þeirri ábyrgð á samfélagið. Það er nægilegt svigrúm innan veggja fyrirtækisins og þessir starfsmenn hafa byggt upp þá stöðu.   Í nýgerðum kjarasamningum er gert ráð fyrir að fyrirtækin verði að gera starfsmönnum sínum grein fyrir ástæðu uppsagna, og HB Granda bera að fara eftir því. Ef rekstur bræðslunnar á Akranesi gengur ekki vel, þá er næsta víst að ástæðnanna sé frekar að leita meðal stjórnenda fyrirtækisins en starfsmanna á gólfi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?