Fréttir frá 2008

05 16. 2008

Ráðstefna um norræna vinnumarkaðinn

Norræna rafiðnaðarsambandið hélt ráðstefnu í Kaupmannahöfn 14. og 15 maí um frjálst flæði launamanna á Evrópska efnahagssvæðinu og þau vandamál sem hafa risið vegna þess. Þau vandamál sem samherjar okkar í hinum norðurlandanna hafa upplifað eru þau sömu og við þekkjum hér heima. Starfsmannaleigur og undirverktakafyrirtæki hafa flutt inn launamenn frá austanverðri Evrópu og falboðið þá á launum undir markaðslaunum. Oft er um að ræða iðnaðarmenn sem eru skráðir inn í landið sem ófaglærðir og þeim greidd byrjunarlaun ófaglærðra, en þeir aftur á móti seldir út á töxtum iðnaðarmanna.Norræna rafiðnaðarsambandið hélt ráðstefnu í Kaupmannahöfn 14. og 15 maí um frjálst flæði launamanna á Evrópska efnahagssvæðinu og þau vandamál sem hafa risið vegna þess. Þau vandamál sem samherjar okkar í hinum norðurlandanna hafa upplifað eru þau sömu og við þekkjum hér heima. Starfsmannaleigur og undirverktakafyrirtæki hafa flutt inn launamenn frá austanverðri Evrópu og falboðið þá á launum undir markaðslaunum. Oft er um að ræða iðnaðarmenn sem eru skráðir inn í landið sem ófaglærðir og þeim greidd byrjunarlaun ófaglærðra, en þeir aftur á móti seldir út á töxtum iðnaðarmanna.   Þessi fyrirtæki hafa látið hina erlendu starfsmenn vinna allt að 12 tíma á dag 6 daga vikunnar og greitt þeim dagvinnulaun fyrir alla tímana. Fyrirtækin hafa búið þeim aðstöðu í húsnæði sem ekki er talið boðlegt heimamönnum. Heilbrigðisyfirvö¶ld hafa þurft að standa í margskonar uppákomum til þess að fá fyrirtækin til þess að fara að reglum um íbúðarhúsnæði. Starfsmannaleigurnar hafa smeigt sér undan því að greiða lágmarkstryggingargjöld, skatta, orlof og veikindafrí. Hinir erlendu launamenn hafa lent út á götu hafi þeir lent í slyslum eða veikindum. Mörg óhugnanleg dæmi voru nefnd, eins og t.d. forstjóri eins norsks fyrirtækis tók erlendan starfsmann sinn sem lenti hafði í slysi og ók honum upp í sveit og skyldi hann þar eftir á fáförnum sveitavegi alslausan og án vegbréfs.   Forsvarsmönnum norrænu sambandanna bar saman um að mikill árangur hefði náðst í að lagfæra stöðu hinna erlendu launamanna. Í dag vinna á norðurlöndunum vel á þriðju milljón erlendra farandverkamanna, sem sýnir vel stöðu norðurlandanna. Þau eru þróttmesta svæðið í Evrópu jafnvel þau víðar væri leitað. Mikil framleiðni og sveigjanlegur vinnumarkaður er að skila okkur þessa stöðu. Jafnræði og tryggt umhverfi með öryggisnetum fyrir þá sem minnst mega sín.   Ræðumönnum á ráðstefnunni bar saman að stjórnvöld hefðu tekið í vaxandi mæli með ábyrgðari hætti á þessum málum. Vaxandi kostnaður í  heilbrigðisþjónustunni vegna verkafólks sem þangað kom óskráð án trygginga, þetta þrýsti með miklum þunga á að gripið yrði til markvissra aðgerða að ná neðanjarðarstarfseminni upp á yfirborðið. Kostnaður samfélagsins vegna þess óx hratt og er farinn að nema hundruðum milljóna sé litið norðurlandanna í heild. Af þessu sökum eru stjórnvöld farinn að krefjast þess að eðlilega sé staðið að öllum málum erlendra starfsmanna og gera fyrirtækin ábyrg fyrir þessum kostnaði.   Á ráðstefnuna komu nokkrir lögfræðingar ásamt einum þingmanna Dana á Evrópuþinginu. Þeir fjölluðu um dóma sem hafa fallið um flutning launamanna á milli landa og réttindi þeirra. Evrópa var í kyrrstöðu þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Forsvarsmenn þeirra landa sem að stofnun sambandsins stóðu, óttuðust um lakari samkeppnisstöðu Evrópu gagnvart miklum uppgangi á öðrum svæðum eins og Asíu og Bandaríkjunum.   Árangurinn hefur verið góður og tekist hefur að skapa feykilegan fjölda nýrra atvinnutækifæra. Samfara meiri efnahagslegum stöðugleika. Svíþjóð og Finnland gengu árun upp úr 1990 í gegnum svipaða kollsteypu og við erum að upplifa nú. Atvinnulífið þar krafðist þess að stjórnvöld styrktu gjaldmiðilinn og stækkuðu markaðssvæði fyrirtækjanna. Atvinnulífið í þessum löndum hefur notið góðs af þeirri ákvörðun að ganga í ESB. Þetta á ekki síður við um heimilin. T.d. var mikið atvinnuleysi í Finnlandi en það hefur minnkað umtalsvert. Landbúnaður í þessum löndum átti í erfiðleikum en blómstrar núna. ESB hefur lagt mikla áherslu á að tryggja félagslega stöðu einstaklingsins og þaðan hafa komið miklar úrætur á því sviði. Lönd sem áður voru í mikilli lægð og bjuggu við mikla kreppa hafa náð sér vel á strik bæði í vestanverðri Evrópu og eins hafa markaði verið að vaxa austur á bóginn og kaupgeta og velmegun fer vaxandi í þeim löndum, sem leiðir til hratt vaxandi markaðar á svæðinu.   Áberandi hefur verið í stefnu á Evrópska efnahagssvæðinu að stuðla að aukinni menntun og styrkja menntun í atvinnulífinu. Um þriðjungur launamanna skiptir um störf á hverju ári. Um 10% starfa hverfa á hverju ári og skapa þarf ný til þess að uppfylla þá fækkun og að taka á móti nýju fólki á vinnumarkaðinum.   Gríðarlegur fjöldi launamanna hefur sótt vinnu vestur á bóginn. Með því hafa þeir átt sinn þátt að byggja enn frekar upp efnahagslíf viðkomandi lands og verið forsendur uppgangs í vestrænum löndum, eins og hér heima. Þeir fara heim með hluta af launum sínum og stuðla með því að hraðari uppbyggingu þar, auk þess að ESB hefur veitt miklum styrkjum til efnahagslegrar uppbyggingar í þessum löndum.   Mörg fyrirtæki hafa viljað greiða austanmönnum sömu laun og greidd eru í þeirra heimalandi, en mikil andstaða er gegn því. Það liggur fyrir að með því væri verið að tryggja áframhaldandi efnahagslega lægð í þessum löndum, sem væri andstætt þeim markmiðum sem sett voru með Evrópska efnahagssvæðinu, það er að stuðla að auknum viðskiptum á svæðinu. Ef erlendum launamanni væru greidd lægri laun en heimamanni fyrir sömu störf er verið að mismuna hinum erlendu launamönnum með ólögmætum hætti. Það er brot á jafnræðisreglum. Ef þessi leið væri farin, samsvaraði það því að tekin væri hraðlest til lökustu kjara á Evrópska efnahagssvæðinu og engum til hagsbóta.   Undanfarið hafa fallið dómar fyrir Evrópska dómstólnum um atriði á vinnumarkaði, þar helst Rüffort, Laval og Viking. Frumælendur voru sammála um að þeir tækju frekar pólitíska afstöðu en að úrksurða í deilum. Hluta af niðurstöðu Laval dómsins mætti rekja til rangrar efnistöku sænskra stéttarfélaga við upphaf málsins. Stjórnmálamenn á Evrópu þinginu hafa látið þá skoðun í ljósi að dómstóllinn sé farin að taka fram fyrir hendur Evrópska þingsins í pólitískri stefnumótun. Nú væri unnið að undirbúa ný lög sem skilgreindu betur þau atriði sem deilt væri um. Þó svo Ísland, Noregur og Finnland teldu að lög þessara landa gerðu það að verkum að niður umræddra dóma hefðu ekki áhrif í þessum löndum, þá væri það samt sem áður reyndin með óbeinum hætti og það væri óviðeigandi að búa við það. Hér er um að ræða hvort ákvæði um laun og kjör upprunlands eigi að gilda fremur en þess lands þar sem verkið sé unnið. gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?