Fréttir frá 2008

05 17. 2008

Fjöldi erlendra rafiðnaðarmanna

Á undanförnum árum hefur erlendum rafiðnaðarmönnum fjölgað. Rafiðnaðarmönnum með viðrkennd réttindi fer fækkandi. Helsta ástæða þess er að stóri hópurinn sem var hjá Bechtel við Fjarðaál er farinn.  Í árslok 2004 voru 60 erl. rafiðnaðarm. í RSÍ frá 15 þjóðlöndum, eða 1.3% félagsmanna   Í árslok 2005 voru 101 erl. rafiðnaðarm. í RSÍ frá 24 þjóðlöndum, eða 2.3% félagsmanna   Í árslok 2006 voru 329 erl. rafiðnaðarm.í RSÍ frá 25 þjóðlöndum, eða 6.8%. félagsmanna   Í árslok 2007 voru 422 erl. rafiðnaðarm. í RSÍ frá 35 þjóðlöndum, eða 7.5% félagsmanna   Sérstök ástæða er minna á að nokkur fjöldi rafiðnaðarmanna er skráður inn í landið sem ófaglærðir og skráðir í félög innan Starfsgreinasambandsins. Þeir eru settir á lægstu taxta þar en látnir vinna fagstörf. Það var ekki fyrr en í haust þegar iðnaðarmannafélögin kröfðust þess að Vinnumálastofnun í samvinnu við ASÍ gerðu átak í því að leiðrétta þetta, að byrjað var að taka á þessu máli af enhverju marki. Á ársfundi ASÍ í október síðastliðnum gerðu nokkrir forsvarsmenn þeirra stéttarfélaga sem höfðu staðið að þessari skráningu hróp að formanni RSÍ þegar hann vakti máls á þessu.    Á undanförnum árum hefur Fræðsluskrifstofa rafiðna viðurkennt réttindi Árið 2003                       10 rafiðnaðarmanna Árið 2004                       32 rafiðnaðarmanna Árið 2005                      126 rafiðnaðarmanna Árið 2006                      268 rafiðnaðarmanna Árið 2007                        172 rafiðnaðarmanna Það sem af er árs 2008   22 rafiðnaðarmanna   Ástæða er geta þess að í mörgum tilfellum er um að ræða rafiðnaðarmenn með 3ja ára nám og eru þeir samþykktir sem slíkir inn í landið og geta þá unnið að takmörkuðum verkefnum.   Mesta vandamál sem starfsmenn RSÍ hafa glímt við eru starfsmannaleigur sem hafa flutt inn erlenda starfsmenn sem eru ráðnir erlendis sem iðnaðarmenn, en skráðir inn í landið sem ófaglærðir. Fyrirtækins selja þá svo út sem iðnaðarmenn. Erlendir launamenn eru sífellt að verða betur meðvitaðir um réttindi sín og koma sjálfir með sín skýrteini og leita eftir að fá þau staðfest.   Undantekninga lítið er erlendum iðnaðarmönnum greiddur lágmarks byrjunartaxti oft lærlingataxti. Skiptir engu hvort viðkomandi sé með langa starfsreynslu. Eftir því samfélög erlendra launamanna hafa stækkað hér á landi þá hafa þeir öðlast betri þekkingu á réttindum sínum og leit nú orðið til skrifstofa stéttarfélaganna.   Einnig hefur verið algengt að láta hina erlendu starfsmenn vinna allt að 12 tímum á dag 6 daga í viku, oft allt að á sama kaupinu. Stundum er greitt 40% yfirvinnuálag sem er helmingi of lágt. Stundum er greitt svokallað meðalkaup sem er langfyrir neðan lágmarkskjör þegar litið er til fjölda yfirvinnutíma. Erlendir launamenn fá oftast einn frídag í viku, en ekki er tekið mið af lögiltum íslenskum frídögum. Oft eru þeir launalausir í veikindum og eins tapa þeir oft orlofsdögum sínum.   En það verður að segjast eins og það er okkur tekist að lagfæra þessi mál mikið sérstaklega undanfarið ár.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?