Fréttir frá 2008

06 4. 2008

Nýr kjarasamningur við Orkuveituna

Í dag var undirritaður í Karphúsinu nýr kjarasamningur RSÍ við Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn gildir til desember 2010, en er með endurskoðunarákvæðum í marz 2009 tengdum ASÍ samningunum. Kauptaxtar munu hækka um 63.500 kr. á samningstímabilinu, en auk þess er gerð endurskoðun á frammistöðumati og bónusamningum og launataxtar hækkaðir að auki með þeim tilfærslum.Í dag var undirritaður í Karphúsinu nýr kjarasamningur RSÍ við Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn gildir til desember 2010, en er með endurskoðunarákvæðum í marz 2009 tengdum ASÍ samningunum. Kauptaxtar munu hækka um 63.500 kr. á samningstímabilinu, en auk þess er gerð endurskoðun á frammistöðumati og bónusamningum og launataxtar hækkaðir að auki með þeim tilfærslum.   Grunnhækkun launa er við undirritun 5.5%, 1. marz 2009 er grunnhækkun 3.5% og 1. janúar 2010er grunnhækkun 2.5%. Lágmarkslaunataxtar eru færðir nær greiddu kaupi í þrem áföngum með tilfærslum úr launahvetjandi kerfum. Þannig munu lágmarkslaun rafiðnaðarsveina verða í lok samningstíma 253 þús. kr. og lágmarkslaun rafvirkja með 5 ára sveinspróf og meistararéttindi 281 þús. kr.   Önnur ákvæði eru í samræmi við ASÍ samningana, en auk þess voru nokkrar lagfæringar gerðar á samningnum.  Hér er um að ræða nýjar skilgreiningar á lágmarkslaunum, aukinn réttur vegna veikinda barna, hækkun orlofs- og desemberuppbóta og ákvæði um launalaus leyfi. Nýr slysatryggingarkafli sem bætir sérstaklega þá sem slasast í starfi.   Samningurinn verður kynntur á fundi í aðalfundarsal Orkuveitunnar á mánudag 9. júní kl. 15.00 að honum hefst kjörfundur sem mun standa til kl. 15.00 á þriðjudag 10. júní. Að loknum fundi er kjörstaður fluttur á skrifstofur RSÍ Stórhöfða 31 Reykjavík.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?