Fréttir frá 2008

06 24. 2008

Mikill fjölda gesta á Fjölskylduhátíð

Að venju var fjölskylduhátíð RSÍ haldin um Jónsmessuhelgina 20. ? 22. júní. Veður var mjög gott stillt og sólríkt, en örlitlir skúrir á laugardag. Um 160 tjaldeiningar voru á svæðinu og öll húsin full af gestum. Auk þess kom nokkur hópur af fólki sem staldraði við á meðan skemmtiatriði voru. Ætla má að um 800 manns hafi verið á svæðinu alla helgina og tæplega 1.000 manns þegar fjölmennast var.Að venju var fjölskylduhátíð RSÍ haldin um Jónsmessuhelgina 20. ? 22. júní. Veður var mjög gott stillt og sólríkt, en örlitlir skúrir á laugardag. Um 160 tjaldeiningar voru á svæðinu og öll húsin full af gestum. Auk þess kom nokkur hópur af fólki sem staldraði við á meðan skemmtiatriði voru. Ætla má að um 800 manns hafi verið á svæðinu alla helgina og tæplega 1.000 manns þegar fjölmennast var.   Allt fór fram með miklum ágætum og vandræðalaust. Á undanförnum árum höfum við orðið fyrir vaxandi ásókn utanfélagsmanna á svæðið, og hefur gætt óánægju meðal félagsmanna að þeir komist ekki inn á svæðið vegna þessa. Því var tekin upp sú nýbreytni að setja gæslu við innkeyrslu á svæðið og utanfélagsmönum ekki hleypt inn nema þeir hafi sannanlega verið gestir félagsmanna. Nokkur hópur varð að hverfa frá vegna þessa.   Dagskrá var að mestu hefðbundin og í boði Félags rafeindavirkja sem hélt upp á 40 ára afmæli félagsins. Víðavangshlaup, fótboltamót, púttkepnni, golfmót, veiðkeppni, hoppu kastalar, grillaðar pylsur og candy floss. Um kvöldið spilaði KK og hljómsveit og kvöldinu lauk að venju með brennu.   Hundahald vaxandi vandamál  Stærsta vandamálið á svæðinu eru að verða hundar, eða kannski frekar umsjónarmenn þeirra. Margir umsjónarmanna virða að vettugi allar reglur um að hundar verði að vera í bandi og megi ekki ganga lausir, auk þess að þrífa verði upp eftir þá. Það er gríðarleg óánægja meðal gesta hvernig umsjónarmenn sleppa að þrífa upp eftir hundana, eða gera það en henda svo plastpokunum frá sér. Lítil börn eru að leik þar sem hundarnir hafa skilið eftir sig eða oftar umsjónarmenn hafa skilið eftir plastpokana.   Margir eru hræddir við hundana og þeir hlaupa upp um börn og fólk þegar þeim er sleppt lausum og sumir hundahaldarar sinna engu beiðnum um úrbætur.   Þetta mál var til umræðu í miðstjórn sambandsins og vaxandi vilji til þess að banna hundahald. Ákveðið var að gera enn eina tilraun. En nú verður að telja vaxandi líkur þar sem hundahaldarar virða ekki settar reglur verði allt hundahald bannað á svæðinu.eginmál]

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?