Fréttir frá 2008

07 17. 2008

Bætt við leiktækjum í Skógarnesi

Rafiðnaðarmenn og fjölskyldur þeirra hafa verið duglegir að dvelja á orlofssvæðinu í Skógarnesi í sumar. Leiktækin er gríðarlega mikið notuð og trampolínin vinsæl. Það hefur kallað á mikið viðhald og eins hafa ekki allir komist að sem vilja, því var ákveðið að setja upp 100 ferm. trampolín.Rafiðnaðarmenn og fjölskyldur þeirra hafa verið duglegir að dvelja á orlofssvæðinu í Skógarnesi í sumar. Það hefur færst í vöxt að fjölskyldur dvelja ekki einungis yfir helgar. Mikill fjöldi hefur einnig verið á svæðinu í miðjum vikum. Veður hefur verið ákaflega gott, margir eru búnir að koma sér upp miklum græjum og hækkandi orkuverð hefur latt menn til langferða. Leiktækin er gríðarlega mikið notuð og trampolínin vinsæl. Það hefur kallað á mikið viðhald og eins hafa ekki allir komist að sem vilja, því var ákveðið að setja upp 100 ferm. trampolín. Mikil spenna var meðal unga fólksins á svæðinu í gærkvöldi þegar stóra trampolínið var tekið í notkun.   Bátarnir eru einnig mikið notaðir. Æfingagolfvöllurinn í Skógarnesi er mikið nýttur og stutt í golfvöll Dalbúa í Miðdal. Aðstaðan í Skógarnesi er sú besta sem boðiuð er upp á tjaldsvæðum hér á landi, segja margir og staðarhaldararnir Heiða og Sæmundur fá hrós fyrir hvernig staðið er að umsjón. Því miður eru nokkrir sem ekki virða reglur og skapa stundum leiðinlega stemmingu. Einnig er stundum erfitt að skilja kröfur utanfélagsmanna um að fá að nota svæðið og stundum koma óskir frá stórum hópum sem ekki eru í RSÍ, sumir eru jafnvel rafiðnaðarmenn en hafa kosið að stunda utan stéttarfélaga. En gera svo kröfur um að fá að njóta þess sem byggt er upp af orlofs- og félagssjóðum félagsmanna.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?