Fréttir frá 2008

08 4. 2008

Orlofskerfið fullnýtt

Um verzlunarmannahelgina var fjölmenni á orlofssvæði Rafiðnaðarsambandsins í Skógarnesi. Öll orlofshúsin voru full auk var margt á tjaldsvæðinu. Liðlega 200 fjölskyldur voru á svæðinu eða nálægt 700 manns, sá fjöldi hefur reyndar verið á svæðinu um hverja helgi í sumar. Veðrið var virkilega gott. Vanti flotholt er hægt að bjarga málunum   Um verzlunarmannahelgina var fjölmenni á orlofssvæði Rafiðnaðarsambandsins í Skógarnesi. Öll orlofshúsin voru full auk var margt á tjaldsvæðinu. Liðlega 200 fjölskyldur voru á svæðinu eða nálægt 700 manns, sá fjöldi hefur reyndar verið á svæðinu um hverja helgi í sumar. Veðrið var virkilega gott.   Hitamet var slegið í Skógarnesinu á miðvikudag en þá fór hitamælirinn á umsjónarmannshúsinu í 31.5 stiga hita í forsælu, glampandi sól og blankalogn. Næstu daga var einnig mikill hiti og veður ákaflega stillt en ekki eins sólríkt. Hitinn var yfir 20 stigum á fimmtudag og nálægt 18 stigum hina daga.   Fólk undir sér við margskonar leiki, leiktækin voru fullnýtt. Trampólínin voru að venju í fullri notkun ásamt fótboltavöllunum, blakvellinum og á púttvellinum. Margir voru við veiðar og bátarnir á ferð um vatnið. Fjöldi fólks nýtti sér golfvöllinn. Einnig voru margir á gólfvellinum í Miðdal, en Rafiðnaðarsambandið er einn af rekstraraðilum vallarins.   Að auki er Rafiðnaðarsambandið með 25 orlofshús á 12 stöðum á landinu, þau hús voru öll full, reyndar eru allar orlofseignir sambandsins fullbókaðar frá júníbyrjun fram í september. Flest húsin eru einnig nýtt af félagsmönnum allar helgar yfir veturinn. Auk þess standa félagsmönnum tilboða 12 tjaldvagnar og eru hafa þeir allir verið fullbókaðir um helgar í sumar.   Þessu til viðbótar er sambandið með 2 stórar íbúðir í Kaupmannahöfn, 2 hús á Spáni og 1 í Flórida. Um 300 fjölskyldur voru í orlofseignum sambandsins um helgina eða vel yfir 1000 manns.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?