Fréttir frá 2008

08 23. 2008

11. þing norræna rafiðnaðarsambandsins

Norræna rafiðnaðarsambandið hélt sitt 11. þing í Osló 21. og 22. ág. Sambandið er 20 ára á þessu ári. Fyrir stofnun þess höfðu norrænu rafiðnaðarsamböndin haft með sér mikið samstarf, ákveðið var að setja það í forlegri farveg með stofnun sambandsins í Bergen fyrir 20 árum. Í sambninu eru öll norrænu rafiðnaðarsamböndin, en þau eru með um 140 þús. félagsmenn. Á vegum sambandsins hafa kjarasamningar og réttindi verið samræmd, aukk þess hefur verið mikið samstarf um samræmingu í menntun innan rafgeirans.   Norræna rafiðnaðarsambandið hélt sitt 11. þing í Osló 21. og 22. ág. Sambandið er 20 ára á þessu ári. Fyrir stofnun þess höfðu norrænu rafiðnaðarsamböndin haft með sér mikið samstarf, ákveðið var að setja það í forlegri farveg með stofnun sambandsins í Bergen fyrir 20 árum. Í sambninu eru öll norrænu rafiðnaðarsamböndin, en þau eru með um 140 þús. félagsmenn. Á vegum sambandsins hafa kjarasamningar og réttindi verið samræmd, aukk þess hefur verið mikið samstarf um samræmingu í menntun innan rafgeirans.   Á þingi norrænna rafiðnaðarmanna í Osló 21. og 22. ág. hélt Jan Erik Stöstad ráðuneytisstjóri Vinnumálaráðuneytisins erindi um stefnu norsku ríkisstjórnarinnar gagnvart erlendu vinnuafli á norskum vinnumarkaði og undirboð á kjörum. Það eru um 200 þús. erlendir launamenn á norskum vinnumarkaði, þar af eru liðlega 1000 rafiðnaðarmenn frá öðrum norrænum löndum flestir frá Danmpörku og Svíþjóð.   Jan sagði að erlendir launamenn hefðu skapað mikil verðmæti fyrir Noreg og væru þar velkomnir. Nokkur fyrirtæki og starfsmannaleigur hefðu reynt að nýta hið erlenda vinnuafl til þess að hagnast með því að undirbjóða laun og kjaratengd atriði og greiða hinum erlendu starfsmönnum sínum laun í samræmi við það sem lægst þekkist á Evrópskum vinnumarkaði. Fljótlega hefðu komið fram mikil gagnrýni á opinberar eftirlitsstofnanir frá samtökum launamanna og ekki síður frá norskum fyrirtækjum. Þau hefðu bent á að þau yrðu að fara eftir norskum kjarasamningum og eins að greiða skatta og skyldur til norsks samfélags. Ef einhver fyrirtæki tækist að smeigja sér undan þessum skyldum væri samkeppnisstaða þeirra fyrirtækja sem færu að lögum og reglum norsks samfélags skert. Allir kjarasamningar þar með ógildir og allar reglur um öryggi og aðbúnað.   Norska ríkisstjórnin hefði tekið mjög fast á þessum málum og opinberum eftirlitsstofnunum gert að fylgjast með því að erlendir launamenn nytu allra réttinda og væru greidd laun í samræmi við það sem tíðkaðist á norskum vinnumarkaði. Það hefði reynst erfitt að eiga við veitingahúsamarkaðinn og eins ákveðin svið á byggingamarkaði. Norsk stjórnvöld tóku höndum saman við norsk fyrirtæki um að koma á skráningu allra byggingarmanna. Þar bar mikið á því að til landsins væru fluttir erlendir iðnaðarmenn en skráðir sem verkamenn og greidd byrjunarlaun verkamanna. Þessir menn væru síðan látnir vinna störf iðnaðarmanna.   Þetta er nákvæmlega sama staða og hefur verið á íslenskum byggingamarkaði. Í kjarasamningum síðasta vetur tóku samtök innan ASÍ höndum saman við Samtök atvinnulífsins um að koma á samskonar skráningarkerfi hér á landi. Athygli vakti að íslensk stjórnvöld höfðu engan sérstakan áhuga eða frumkvæði í þessu.   Jan sagði að það hefði verð áberandi í Noregi að hægri flokkar hefðu verið á móti þessu, það væri í samræmi við afstöðu hægri flokka við setningu reglna á Evrópska efnahagssvæðinu. Það hefði aftur á móti gerst að norskur almenningur hefði tekið mjög ákveðna afstöðu í þessu máli. Laun í Noregi hlytu að að ákvarðast af framfærslukostnaði í Noregi. Ef norskir stjórnmálamenn ætluðu að bjóða upp á að laun væru lækkuð til samræmis við það sem tíðkaðist á launalægstu svæðunum í Evrópu, þá hlytu þeir að standa að lækkun verðlags og framfærslukostnaðar í Noregi með lækkum skatta og niðurfellingu tolla. Þetta er nákvæmlega sama afstaða og íslensk samtök launamanna hafa haldið fram.   Afgerandi afstaða almennings varð til þess að norskir hægri flokkar fóru að dulbúa stefnu sína og kynntu í kosningabaráttunni stefnur sem líktust mjög stefnu miðjumanna. Við íslendingarnir sem hlustuðum á Jan könnuðumst við hvert einasta atriði sem hann fór yfir. Athygli hefur vakið að fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar hafa ákaft stutt þá stefnu á fundum í Evrópska efnhagssvæðinu að laun skuli miðast við það lægsta sem þekkist í Evrópu. Í þessu sambandi má rifja upp afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar þegar hafist var handa við byggingu Kárahnjúkavirkjunnar.   Það tók samtök íslenskra launamanna tvö ár til þess að fá stjórnvöld að taka á aðbúnaðarmálum á svæðinu. Sama gilti um launakjör. Minnisstætt er að í kjölfar þess að íslenskir ráðherrar fóru upp að Kárahnjúkum og lýstu því yfir að vinnubúðirnar á svæðinu væri þær bestu sem þekktust í Evrópu. Um vorið kom í ljós að evrópskir launamenn frá Portúgal og Tyrklandi neituðu að koma aftur, þeir hefðu aldrei kynnst öðru eins. Íslensk stjórnvöld og fyrirtækið þurftu að leita á sléttur norður Kína til þess að fá starfsmenn til þess að ljúka byggingu virkjunarinnar. Þetta er alþekkt um alla Evrópu og hefur oft verðið rakið í fréttaþáttum Íslandi til ævarandi háðungar. Þar hafa verið birta myndir af búðunum og eins af starfsmönnum sem reyna að nýta dagblöð til þess að skýla sér við útivinnu, sakir þess að skjólföt sem þeir fengu stóðust ekki íslenska veðráttu. Einnig hafa farið víða myndir af starfsmönnum með frauðplastbrúsa við að reyna að stoppa hávaða norðanrok í þeim vistarverum sem þeim voru búnar. Einnig er það vel þekkt þegar íslensk stjórnvöld felldu ítrekað niður dagsektir á hið erlenda fyrirtæki vegna vanbúnaðar í heilbrigðisatriðum og brunavörnum. Á sama tíma voru íslensk fyrirtæki innsigluð fyrir brot á sömu reglum. Sama var upp á teningunum hvað varðar starfsréttindi, ekki voru gerðar neinar kröfur um vinnuvélaréttindi hinna erlendu starfsmanna og þeir óku um íslenskt vegakerfi á hundruð tonna farartækjum án nokkurra réttinda, á sama tíma var fyrirtæki á austfjörðum sektað um talsverðar upphæðir vegna þess að það hafði látið íslenska starfsmennn vinna réttindalausa á traktorsgröfu.Meðal starfsmanna í starfsmenntun var mikið rætt um hversu harkalega Landsvirkjun gekk fram bak við tjöldin í viðkomandi ráðuneytum í þessum málum   Jan fór yfir nýfallin dóm í Evrópudómstólnum um kjaramál (Laval dómurinn) þar sem dómsorð var að miða skuli við launakjör eins og eru í heimalandi viðkomandi starfsmanns. Hann sagði að þessi dómur væri í raun pólitísk ákvörðun og ekki byggður á rökum. Fyrir lægi að sænsku launasamtökum unnu ekki heimavinnu sína nægilega vel. Að hans mati var ljóst að þessi dómur myndi ekki hafa víðtæk áhrif. Ástæða er að geta þess að á Íslandi eru lög um vinnumarkað frá 1938 sem kveða á um að löglega gerður kjarasamningur ákvarðaði lágmarks laun og kjör. Þannig að þessi dómur hefur engin áhrif á Íslandi.   Jan sagði að norska ríkisstjórnin leggði mikið upp úr því að eiga mikil og góð samskipti við samtök á vinnumarkaði og leitaði ávalt þangað við undirbúnign laga og eða reglugerðarsetningar sem snertu launamann og fyrirtæki. Það væri ljóst að það væri ekki alltaf farið nákvæmlega eftir óskum aðila vinnumarkaðs en fylgt væri þeirri stefnu sem fram kæmi í tillögum samtaka á vinnumarkaði. Á Íslandi hafa íslensk stjórnvöld ætíð tekið upp varnir gegn hagsmunum launamanna og samtök þeirra ávallt þurft að berjast við stjórnvöld til þess að fá þau að fara að settum reglum.   2208.08 gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?