Fréttir frá 2008

09 12. 2008

Samningar sem renna út 30 nóvember 2008.

Það er margir sem átta sig ekki á því að Rafiðnaðarsambandið er með allmarga kjarasamninga. Í febrúar var samið um hinn svokallaða almenna samning í samfloti við önnur ASÍ félög á þeim samning eru einungis um helmingur rafiðnaðarmanna. Í nóvember  renna út allmargir kjarasamninga RSÍ, á þeim samningum starfa um 2000 rafiðnaðarmenn.Það er margir sem átta sig ekki á því að Rafiðnaðarsambandið er með allmarga kjarasamninga. Í febrúar var samið um hinn svokallaða almenna samning í samfloti við önnur ASÍ félög. Þessum eru nokkir sérsamningar tengdir þar stærstur kjarasamningurinn við Félag ísl stórk.manna. Á þessum samningum starfa um það bil helmingur félagsmanna RSÍ. Í vor var svo lokið við gerð kjarasamningsins við fjármálaráðuneytið vegna hinna fjölmörgu ríkisstofnana þar eru stærstu hóparnir spítalamenn. Í vor var einnig lokið gerð kjarasamnings við Orkuveituna og Flugstoðir. Allir þessir samningar eru tengdir endurskoðunarákvæðinu í febrúar næstkomandi. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður við Ríkisútvarpið. Þann 30. nóvember renna út allmargir kjarasamninga RSÍ, um er að ræða samningana við Rarik (Orkusalan), Landsvirkjun, Landsnet, Stöð 2, Síman, Kvikmyndahúsaeigendur, Hitaveitu Suðurnesja (Selfossveitur), Norðurorku og Rio Tinto (Ísal). Kjarasamningurinn við Reykjavíkurborg rennur út 31. okt. 2008. Á þessum samningum starfa tæplega 2000 rafiðnaðarmenn.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?