Fréttir frá 2008

09 27. 2008

Ábyrga stjórn efnahagsmála

Á fundi  miðstjórnar Rafiðnaðarsambandsins 26. sept. var fjallað ítarlega um stöðuna í efnahagsmálum. Niðurstaða miðstjórnar varð eftirfarandi. Ljóst er mikil þennsla á undanförnum árum hefur sett stöðu krónunnar í allt annað samhengi. Stjórnendur efnahags- og peningamála hafa ekki brugðist við þessu með réttum hætti og valdið með því miklum skaða hjá íslenskum heimilum og fyrirtækjum.Á fundi  miðstjórnar Rafiðnaðarsambandsins 26. sept. var fjallað ítarlega um stöðuna í efnahagsmálum. Niðurstaða miðstjórnar varð eftirfarandi. Ljóst er mikil þennsla á undanförnum árum hefur sett stöðu krónunnar í allt annað samhengi. Stjórnendur efnahags- og peningamála hafa ekki brugðist við þessu með réttum hætti og valdið með því miklum skaða hjá íslenskum heimilum og fyrirtækjum.   Stjórnvöld hafa hafnað tilmælum aðila vinnumarkaðs um samráð og samstaf um að setja langtímamarkmið um hvernig vinna eigi á yfirstandandi vanda. Í stað þess hafa landsmenn mátt sitja undir einkennilegum og innistæðulausum yfirlýsingum m.a. um að botninum sé náð og stjórnvöld séu að vinna mikla sigra á lausn vandans. Ekki er hægt annað en að draga þá ályktun að það sé stjórnvöldum um megn að horfast í augu við afleiðingar eigin mistaka.   Ráðherrar og stjórnarþingmenn hafa beitt öllum ráðum til þess að komast hjá málefnalegri umræðu um lausnir. Skoðun á einhliða upptöku Evru átti að taka 5 ár samkvæmt ummælum forsætisráðherra fyrir nokkru. Ráðamenn Brussel tóku Evrópunefnd ríkisstjórninnar á hné sér í síðustu viku og settu niður í við nefndarmenn. Þeim var bent á að þessi nálgun væri ekki boðleg. Íslensk stjórnvöld hefðu átt að nýta þennsluskeiðið til þess að byggja upp varasjóði og undirbúa efnahagslífið undir þær breytingar sem hefðu átt sér stað með gjaldmiðil þjóðarinnar.   Það sem íslendingar færu fram á kallaði á breytingar á stjórnarskrá ESB og væri vitanlega ekki til umræðu. Íslendingar væru þegar komnir með annan fótinn ínn í ESB og öll þennsla og stækkun íslenskra fyrirtækja færi fram þar. Aðgerða- og ráðaleysi íslenskra stjórnvalda á undanförnum árum væri ástæða vandans. Íslendingar yrðu sjálfir að stíga fyrstu skref í tiltekt í stjórnun efnahags- og peningamála. Á meðan það væri ekki gert gætu stjórnvöld annarra landa gætu ekki annað en hafnað þátttöku Íslands í ábyrgum aðgerðum eins og m.a. hefur komið fram við höfnun Bandaríska seðlabankans .   Verði það dregið lengur að sett verði langtímamarkmið og ákvarðanir teknar í efnahags- og gjaldmiðilsmálum er það mat miðstjórnar Rafiðnaðarsambandsins að það muni leiða enn alvarlegri og langvinnari efnhagsófarir yfir Ísalnd. Það innifelur að taka verði afstöðu til inngöngu í Evrópska efnahagsbandalagið. Miðstjórnin mun standa fyrir umræðum um þetta á Trúnaðarmannaráðstefnu sambandsins 13. og 14. október næstk. Þar munu sitja um 100 trúnaðarmenn rafiðnaðarmanna. Miðstjórn RSÍ telur að þetta eigi að vera aðalmál ársfundar ASÍ í lok mánaðarins.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?