Fréttir frá 2008

10 10. 2008

RSÍ stöðvar framkvæmdir við Sæmundarskóla

Nýverið samdi Reykjavíkurborg við erlent fyrirtæki um byggingu tveggja nýrra grunnskóla í Grafarholti og Norðlingarholti. Þetta var gagnrýnt af stéttarfélögunum, sérstaklega á þeim grundvelli að fyrir lægi rekstrarvandi íslenskra byggingarfyrirtækja og vaxandi atvinnuleysi. Starfsmenn uppgötvuðu að byggingarfulltrúi hafði heimilað að fyrirtækið hæfi framkvæmdir áns þess að uppfylli lögbundin skilyrði og var verkið stöðvað.Nýverið samdi Reykjavíkurborg við erlent fyrirtæki um byggingu tveggja nýrra grunnskóla í Grafarholti og Norðlingarholti. Þetta var gagnrýnt af stéttarfélögunum, sérstaklega á þeim grundvelli að fyrir lægi rekstrarvandi íslenskra byggingarfyrirtækja og vaxandi atvinnuleysi. Ljóst væri að eftirlit borgarinnar yrði margfallt dýrara. Auk væri gjöld og tekjur ekki að skila sér til borgarinnar með sama hætti og ef um væri að ræða íslenska starfsmenn hjá íslensku fyrirtæki. Borgaryfirvöld væru með þessu að sýna íslenskum byggingarmönnum óásættanlega afstöðu.   Hinn erlendi verktaki hóf framkvæmdir í Sæmundarskóla í Grafarholti í vikunni. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins könnuðu hvort fyrirtækið væri með öll mál í samræmi við íslenskrar reglugerðir, þá kom í ljós að byggingarfulltrúi hafði heimilað að verktakinn hæfi  framkvæmdir án þess að fyrir lægi hver væri rafverktaki og bæri ábyrgð á þeim þætti, sem er ekki í samræmi við gildanid reglur.   Byggingarfulltrúa var gerð grein fyrir því að það væri óþolandi að erlendur aðili þyrfti ekki að uppfyllla sömu skilyrði og íslenskum fyrirtækjum væru sett. Það leiddi til þess að byggingarfulltrúi fór að kröfum starfsmanna Rafiðnaðarssambandsins og stöðvaði framkvæmdir á svæðinu í gær og liggja þær enn niðri.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?