Fréttir frá 2008

10 14. 2008

Nú er nóg komið af skemmdarverkum

Um 100 trúnaðarmenn Rafiðnaðarsambandsins sátu á ráðstefnu á Selfoss 13. og 14. okt. Fjallað var ítarlega um stöðu efnhags- og vinnumarkaðsmála. Í lok fundarins var það einróma niðurstaða ráðstefnumanna, að þeim sem stjórnað hafa efnahags- og peningastefnu landsins á undanförnum árum ásamt stjórn Seðlabanka og forstöðumönnum Fjármálaeftirlitsins, hafi orðið á gríðarleg og óafsakanleg mistök. Í valnum liggur fjöldi saklausra einstaklinga og heimila, auk þess að atvinnulíf landsins er nánast rústir einar. Álit Íslands hafi beðið gríðarlegs hnekkis og við landsmönnum blasir nánast ókleifur múr erlendra skulda ríkissjóðs. Hundruðir milljarða af sparifé landsmanna hefur gufað vegna aðgerða- og getuleysis kjörinna stjórnmálamanna, sem frekar hafi varið tíma sínum í tilgangslausar glæsiferðir með auðmönnum.Um 100 trúnaðarmenn Rafiðnaðarsambandsins sátu á ráðstefnu á Selfoss 13. og 14. okt. Fjallað var ítarlega um stöðu efnhags- og vinnumarkaðsmála. Í störfum ráðstefnunnar tóku þátt Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ, Ólafur Sigurðsson framkv.stj. Lífeyrissjóðsins Stafa, Gylfi Arnbjörnsson framkv.stj. ASÍ, Ólafur Darri Andrason forstöðum. Hagdeildar ASÍ. Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins,Aðalsteinn Leifsson lektor í Háskólanum í Reykjavík ásamt Hannes Sigurðssyni aðst.framkv.stj. SA.   Í lok fundarins var það einróma niðurstaða ráðstefnumanna, að þeim sem stjórnað hafa efnahags- og peningastefnu landsins á undanförnum árum ásamt stjórn Seðlabanka og forstöðumönnum Fjármálaeftirlitsins, hafi orðið á gríðarleg og óafsakanleg mistök. Í valnum liggur fjöldi saklausra einstaklinga og heimila, auk þess að atvinnulíf landsins er nánast rústir einar. Álit Íslands hafi beðið gríðarlegs hnekkis og við landsmönnum blasir nánast ókleifur múr erlendra skulda ríkissjóðs. Hundruðir milljarða af sparifé landsmanna hefur gufað vegna aðgerða- og getuleysis kjörinna stjórnmálamanna, sem frekar hafi varið tíma sínum í tilgangslausar glæsiferðir með auðmönnum.   Trúnaðarmenn rafiðnaðarmanna krefjast þess að nú þegar verði breytt um stefnu. Stjórn Seðlabanka er rúin öllu trausti innanlands sem utan og verður að víkja ásamt bankastjórum. Fundurinn bendir á að þau atriði og viðvaranir sem aðilar vinnumarkaðs hafi sett fram hafi í öllu reynst rétt og ábyrg. Þrátt fyrir það þrjóskast ríkisstjórn landsins og dregur að breyta um stefnu og sífellt sortnar bylurinn. Ráðherrar þess flokks sem hefur farið með stjórn efnahagsmála halda áfram einbeittir áfram á sinni óheillaför og keppast við það í fjölmiðlum að lýsa því yfir að þeim hafi ekki orðið á mistök og ekki standi til að breyta stefnunni.   Tilgangslaust er að mati trúnaðarmanna rafiðnaðarmanna fyrir stjórn Seðlabanka og ríkisstjórn að reyna að skýla sér á bak þess að sami stormur geysi annarsstaðar. Afrek stjórnenda íslenskrar efnahagsstefnu blasi við. Hvergi er verðbólgan jafnmikil, hvergi er verðlag og vextir jafnhátt. Gjaldmiðill landsins hefur fallið um 72% þegar síðast spurðist til hans. Vísitala hlutabréfa fallið úr 9040 stigum í júlí 2007 og er kominn í dag 716 stig. Ef Ísland á að ná vopnum sínum verður nú þegar að lýsa því nú þegar yfir að breytt verði um efnahags- og peningastefnu. Vexti verður lækka í a.m.k 7%. Sett verði stefna á tiltekt og hreinsun með trúverðugum hætti m.a. með því að stefnt verði á gjaldmiðilsskipti og inngöngu í ESB. Ef það verði gert lýsa rafiðnaðarmenn sig tilbúna til þess uppbyggingarstarfs sem við blasir.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?