Fréttir frá 2008

10 15. 2008

Sterk staða RSÍ

Á trúnaðarmannaráðstefnunni 13. og 14. okt  lagði miðstjórn RSÍ að venju fram drög að fjárhagsáætlun sambandsins og sjóða þess næsta ár. Hluti sjóða sambandsins var í eignavörslu Landsbankans og ljóst er að nokkur hluti þeirra hefur glatast, ekki liggur fyrir hversu mikið það var vegna óvissu um stöðuna í efnahagsmálum.Á trúnaðarmannaráðstefnunni 13. og 14. okt  lagði miðstjórn RSÍ að venju fram drög að fjárhagsáætlun sambandsins og sjóða þess næsta ár. Hluti sjóða sambandsins var í eignavörslu Landsbankans og ljóst er að nokkur hluti þeirra hefur glatast, ekki liggur fyrir hversu mikið það var vegna óvissu um stöðuna í efnahagsmálum.   Miðstjórn hefur fylgt þeirri stefnu að byggja upp öflugt orlofskerfi og hefur verið mikið fjárfest í því á undanförnum árum með endurnýjun orlofshúsa og uppbyggingu útivistarsvæðinu í Skógarnesi, sem nýtist bæði orlofshúsunum og velbúnu tjaldsvæðinu.   Sjóðamyndun í orlofssjóði fer fram í eignaaukningu orlofskerfinu, enda er það  í samræmi við landslög um rekstur lögbundina orlofssjóða. Umfram fé félagssjóðs hefur verið lánað til þessara miklu framkvæmda og það glatast ekki. Það er í samræmi við þá stefnu að hafa frekar fjármunina þar sem þeir nýtast félagsmönnum en geyma þá í hlutabréfum. Menningarsjóður RSÍ á félagsmiðstöðina á Stóhöfðanum. Eignir verkfallsjóðs eru geymdar í tryggum bréfum og fasteignum.   Þannig að lítill hluta eigna RSÍ lá í eignavörslunni og staða sambandsins mjög sterk eftir sem áður. Engin ástæða er að draga úr þjónustu við félagsmenn eða þeirri tryggingu sem félagsmenn og fjölskyldur þeirra hafa í gegnum styrktarsjóðinn.   Á fundinum var samþykkt að auka stuðning við bakið á þeim rafiðnaðarmönnum sem hugsanlega verða atvinnulausir í því fári sem yfir stendur, m.a. með því að styðja þá til þess að sækja fagbundið nám og búa sig til nýrrar sóknar inn á vinnumarkaðinn.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?