Fréttir frá 2008

10 20. 2008

Norræna rafiðnaðarsambandið ályktar

Á fundi norræna rafiðnaðarsambandsins þ. 8. okt. síðastl. í Stokkhólm var fjallað um stöðun á Íslandi og í kjölfar þeirrar umræðu var samþykkt ályktunÁlyktun   Norræna rafiðnaðarsambandið (NEF) er samband Rafiðnaðarsambanda allra fimm Norðurlandanna. Félagsmenn eru 130.000 rafiðnaðarmenn sem eru búsettir á Norðurlöndunum.   Á fundi í samtökunum þ. 8. október 2008 í Stokkhólmi var fjallað um alþjóðlegu efnhagskreppuna, sem hefur haft afleiðingar á Norðurlöndunum. NEF hefur af því sérstakar áhyggjur hversu alvarlegar afleiðingarnar eru fyrir íslenskan almenning. Samspil alþjóðlegu kreppunnar og óheftrar framgöngu íslenskra spákaupmanna á verðbréfamörkuðum hefur leitt til þess að á Íslandi hefur niðursveifla orðið mun heiftarlegri en á öðrum Norðurlöndum.   Afleiðingarnar bitna harkalega á saklausum þriðja aðila ? íslenskum almenning ? sem býr nú við mikla óvissu um framtíð sína.   Norræn samfélög einkennast af samkennd sem nær yfir öll fimm löndin. Af þessum ástæðum leggur NEF á það sérstaka áherslu að stjórnvöld í Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Noregi aðstoði Ísland með það að markmiði að forða íslenskum launamönnum frá sem mestum skaða og nái að leiðrétta stöðu sína.   Með félagslegum kveðjum   Jørgen Juel Rasmussen    Stig Larsson          Martti Alakoski        Hans O. Felix Formaður                                Formaður               Formaður                Formaður

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?